Er það orðið svo að nauðsynlegt er að stofna almannasamtök til að taka á ýmsum réttlætismálum í þjóðfélaginu? Það virðist vera að inn í núverandi stjórnmálasamtök nái ekki hugmyndir og kröfur þorra landsmanna. Lýtum á nokkur dæmi:

1. Fólk á Íslandi situr uppi með margfalt hærra vöruverð í tíðkast í nágrannalöndunum. Þetta sýna kannanir ítrekað. Staðreyndirnar tala líka sínu máli. Verslunarkeðjur sem tryggt hafa fákeppni á markaði vita ekki lengur hvað á að gera við allan gróðann. Það er gott að græða, en ekki á þeim sem hafa ekki efni á því lengur.

2. Umræðum um Evrópumál er á villigötum. Með aðild okkar að Evrópusambandinu tryggjum við betur réttindi almennings m.a. gegn fákeppni og spillingu í fjármálalífnu og hjá stjórnmálamönnum. Við tryggjum lægra vöruverð og betri lífskjör m.a. með lægri vöxtum og afnámi verðtryggingar. Fiskimiðin í kringum landið eru hvort sem er orðin eign örfárra útgerðarfyrirtækja sem ausa fjármunum út úr landi. Þó erlend útgerðarfyrirtæki eignist aðilda að þessum fiskimiðum gegn gjaldi og tryggingu fyrir hámarksumhirðu getur það ekki verið verra en staðan í dag. Fyrir almenning tryggir þetta betri lífskjör í bráð og lengd.

3. Landbúnaðurinn er ennþá fastur í niðjum kvótakerfis og pólitískra áhrifa, sem halda bændur niðri. Þar sem frelsi hefur fengið að leika um landbúnaðarinn svo sem í svína- og alifuglarækt blómstra bændur og neytendur græða.

4. Skattar á almenning eru allt of háir. Sá stjórnmálaflokkur sem hefur verið treyst til þess hefur svikið það æ ofan í æ. Ár eftir ár tekur ríkið meira til sín af “okkar” launtekjum. Nú er mál að linni. Eyðsla ríkissjóðs undirstrikar þessa “græðgi” stjórnmálamanna. Utanríkisþjónustan tútnar út, opinberar framkvæmdir fara langt fram úr fjárlögum, gæluverkefni stjórnmálamanna hafa aldrei verið fleiri o.s.frv. Nei, nú er tími til að segja hingað og ekki lengra. Við eigum rétt á að halda meiru eftir af laununum okkar.

5. Fiskimiðin í kringum landið eru sameign þjóðarinnar. Stjórnmálamenn hafa nú komið því þannig fyrir að þessi sameign þjóðarinnar er komin í eigu fárra útgerðaraðila og fjármálafyrirtækja (bankar, tryggingarfélög o.þ.h.). Þessa eign okkar fengu þeir ókeypis og sáu stjórnmálamenn um að úthluta henni eftir eigin reglum. Vorum við spurð?

Um þessa 4 þætti mætti stofna stjórnmálasamtök til að þrýsta fram breytingu. Stjórnmálamenn á alþingi í dag þurfa að fá aðhald frá fólkinu í landinu …áður en það er of seint.

Hvað segið þið?