Danir hafna ónothæfri innflytjendastefnu sem fylgt hefur verið í 30 ár
(www.framfarir.net)

Í þingkosningunum í Danmörku í vikunni höfnuðu Danir þeirri innflytjendastefnu sem fylgt hefur verið í landinu síðan um 1970 og gekk út á að gera litlar sem engar kröfur um aðlögun innflytjenda. Munu dönsk stjórnvöld einfaldlega hafa talið sér trú um að innflytjendur myndu sjálfir sjá um að aðlagast. Þrátt fyrir þessa draumsýn hefur raunin þó ekki verið sú og hefur nú alist upp önnur kynslóð innflytjenda í landinu sem heldur í menningu foreldra sinna og býður siðum og gildismati meirihluta landsmanna og meginreglum dansks þjóðfélags byrginn og það oft með mjög ögrandi hætti.

Háværar umræður hafa verið í Danmörku lengi um skipbrot þessarar ábyrgðarlausu innflytjendastefnu sem fylgt hefur verið sl. 30 ár og jafnaðarmenn bera sögulega ábyrgð á. Það er því e.t.v. ekki skrítið að Jafnaðarmannaflokkurinn hafi komið illa út úr nýafstöðnum þingkosningum. Almenningur í Danmörku er einfaldlega fyrir löngu búinn að fá sig fullsaddan af þessari innflytjendastefnu sem haldið var á lofti í nafni einhvers ímyndaðs umburðarlyndis umfram það sem eðlilegt getur talist. Telja stjórnmálafræðingar að danskir kjósendur hafi einfaldlega ákveðið að notað sér tækifærið vegna hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. september til að gera eitthvað í málinu, m.a. vegna þess að fjölmargir eru hræddir við að tjá slíkar skoðanir sínar af ótta við að vera brennimerktir rasistar af stuðningsmönnum fjölmenningar.

Það vekur síðan athygli að margir áköfustu stuðningsmenn þess að gerðar verði virkar kröfur til innflytjenda um aðlögun að dönsku þjóðfélagi er fólk af innflytjendaættum sem valið hefur að fara leið aðlögunar. Skoðanakannanir sýna reyndar að stór hluti innflytjenda sjálfra vilja að dregið verði verulega úr innflutingi útlendinga til Danmerkur.

Hjörtur J.
Með kveðju,