"Dansk Folkeparti, hvað er það?" Nú þegar kosningarnar í Danmörku eru búnar hefur það komist í ljós að hinn umdeildi flokkur “Dansk Folkeparti” verði næstum örugglega í næstu ríkistjórn.

Ég veit ekki hvort að þið íslendingar hafið heyrt um þennan flokk, en hann varð stofnaður árið 1995 og varð þá hin umdeilda Pia Kjærsgaard fyrsti formaður flokksins og er það ennþá.

Flokkurinn var aðalega stofnaður vegna miklar umdeilu sem var í útlendingamálunum á þeim tíma. Flokkurinn vildi minnka útlendinga landinu og fá danmörku út úr evrópusambandinu. Þau notuðu slogön eins og “stem dansk” (kjóstu danskt) og “danmark for dansker” (Danmörk fyrir dani). Svipuð orð hafa komið upp úr munni Íslenskra Þjóðernissinna hér á landi.

Nýlega var Pia Kjærsgaard kærð vegna ummæli hennar sem hún hafði um múslima í danmörku. Hún lýsti því yfir að danmörk ætti að losna við alla múslima vegna deilunar milli öfgaríka múslima og Vesturlandana.

Í nýrri bók sem hefur komið út “Danmarks fremtid, dit land… din fremtið” (framtíð Danmörku, þitt land… þín framtíð) sem flokkurinn gaf út er sagðarfrá örum multietnisk samfélögum. Þar kemur skírt fram að flokkurinn er á móti því að danmörk verði multietnisk, og á kápunni er mynd af aröbum með skammbyssur í hendi sér.

Flokkurin hefur meðal annars barist mjög íhaldsömum bardaga á móti evruni og öllu evrópskum-samböndum og styðjast við rök eins og “frelsi danmörku er í hættu”.

Þeir segjast ekki vera með fordóma né kynþáttahatur (en það heldur kukluxklan líka fram). Mér finnst þeir ekki vera ólíkir íslenskum þjóðernissinnum sem hafa ósköp lítin stuðning hérna á landi. Samt fékk “Dansk Folkeparti” 12% af dönum og eru núna með 22 menn inni á þingi.

Forsetisráðiherra Finnlands hefur lýst yfir áhyggjum að þessi flokkur fékk svo marga menn í Folketing. Spurningin hversu mikil völd DF fær í ríkistjórninni er ekki hægt að svara núna (21 nóv).

Sem fyrrverandi íbúi þessara fallega lands lýsi ég yfir áhyggjum mínum og er hræddur um að önnur lönd munu ekki horfa á danmörk eins og áður.

Hvað fynnst ykkur?

Gud bevare Danmark

–Krizzi

PS. og ekki koma með svör eins og “danir sökka” og “niður með dani”… það er svo barnalegt!
N/A