Hmm. Ætli einhverjir séu með kosningarkvíða. Sumir eru með prófkvíða. Ekki ég . Ég hlakka alltaf til að fara í próf , einhverja hluta vegna. Takast á við prófið. Verð síðan pirraður og blóta jafnvel upphátt í prófinu ef illa tekst til.

Kannski er ég núna með kosningakvíða. Veit bara ekkert hvað ég á að kjósa en mig langar að hægri stjórnin víki um stundarsakir. Kannski til að átta mig á hvort græðgin hafi ekki tekið öll völd á Íslandi. Stór hluti frétta hvers dags , fjalla um hvernig bankarnir standa og hver er að græða mest. Hver tók við þessari forstjórastöðu og hver keypti þennan bíl, þetta hús , þetta land og hver bauð hverjum í hvaða veislu og hvaða samruni er í gangi núna.

Ég tala um hægri öfl og græðgi. Það ætti engin hægri maður að móðgast. Kapítalisminn elur af sér græðgi. Græðgi er sjúkdómur , hlýtur bara að vera. Geðsjúkdómur. Hvernig stendur annars á því að menn/konur sem vita ekki aura sína tal , vinna myrkranna á milli til að eignast meira? Meira!!? ..til hvers? Líf þeirra snýst ekki um fjöldskylduna. Það er ljóst.

Hvernig getur það verið ? Ef þeir/þær eru alltaf á fundum og/eða í útlöndum og fjöldskyldan annarsstaðar? Þetta fólk vinnur ekki til að gera sjálfan sig að betri manneskjum eða fjöldskylduna sína sem það þekkir kannski lítið. Nei það vinnur til að græða? Hvernig líf er það nú ?

Milljarðamæringur sem eyðir lífi sínu í hörðum heimi viðskipta , í stað þess að rækta fjöldskylduna , þó að hann hafi til þess tíma, heilsu og efni er heimskur.

Það er nú alveg ljóst hvert Ísland stefnir. Við stefnum í að verða reykspúandi iðnaðarþjóð ef ekkert verður að gert . Við höfum alltaf verið tækjafrík en höfum haft lítin áhuga á uppeldi barna okkar. Við viljum halda börnum okkar í hæfilegri fjarlægð. Viðhalda taktföstum kynslóðarbilum eins og það eigi að vera eitthvað lögmál.

Takið til umhugsunar útihátíðir Íslendinga. Ég hef nú verið á hátíðum erlendis . Ekki hef ég séð gáma fulla af unglingum sem er dautt áfengisdauða eða tjöld þar sem stofnanir og samtök taka á móti fórnarlömbum nauðgana sem er árlegur viðburður í byrjun ágúst hjá okkur.

Eru mjög margir útúrdrukknir vegna þess að þeim líður svo vel. Varla… Væntanlega vegna hins gagnstæða. Er ekki skýringinn kannski að samfélag þessa lands elur það upp í börnum sínum ,að þegar komið er á unglingsár … þá ertu bara fyrir!!!? litil virðing, lítill agi, lítill tími fyrir þig barnið mitt!!

Kominn langt út fyrir efnið. Væri til í að sjá vinstri stjórn núna . Ég hef nú alltaf kosið sjálfstæðisflokkinn, geri það ekki núna. Ég vona að vinstri stjórn plummi sig.

VINSTRI GRÆNIR:

Ég var kominn með VG í sigtið. En hvernig get ég kosið þá. Þeir biðluðu til alcan um styrk … hvernig geta VG gert svoleiðis. Ég meina fyrir hvað standa þeir?????

Síðan þessi frambjóðandi VG sem segir að Aron Pálmi eigi bara að rotna í fangelsi. Fyrir alvarlega mistök sem hann gerði þegar hann var 12 ÁRA. Nibb. Treysti ekki fólki innan raða VG .

Það er líka spurning með stjórnmálaforingja eins og Steingrím J .. Hann var á móti bjórnum. Hann var á móti frjálsum fjölmiðlum og hann var á móti fleiru. Reyndar mjög oft á móti , en það er önnur saga. Er þetta ekki bara maður sem skortir framtíðarsýn?? Á maður að geta kosið sér leiðtoga sem sér ekkert nema fortíðina og núið?? Ég bara spyr?

SAMFYLKINGINN:

Ingibjörg Sólrún skiptir of oft um skoðun. Hún á sinn þátt í kárahnjúkastíflu. Hún vildi að Hafnfirðingar kysu um álverið. Fagra Ísland hvað??
.. Ég bara skil ekki hvað hún er að fara stundum. Samt er hún helvíti öflug að halda þessu batteríi saman sem samfylkinginn er . Ef samfylkinginn helst saman eftir 4 ár , þá hef ég trú á að þetta verði leiðandi flokkur í Íslensku stjórnmálalífi ..

FRAMSÓKN:

æji finnst hann bara vera svona hækja sem hallar sér til hægri eða vinstri. Svona eftir behag. Jón er svosem ágætis gaur. hef alltaf vaxandi álit á honum. En ef Siv hefði verið valinn, væri flokkurinn örugglega sterkari í dag ..

ÍSLANDSHREYFINGINN:

Góður kostur, en mun mitt atkvæði dautt liggja? Það er spurninginn. Ber mikla virðingu fyrir Ómari
( Hvenær koma stiklur út á DVD????????… Kannski komið?)

FRJÁLSLYNDIR:

Ennþá hálfgerður einsmálsflokkur. Ef kvótasvindlsmálið hefði komið aðeins fyrr, hefði hann fengið fleiri atkvæði.

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN:

hmm .. Verður þetta í fyrsta skipti sem ég kýs hann ekki . Væntanlega. vil bara ekki lengur horfa upp á suma af þessum “steingervingum lengur”. Sjálfstæðisflokkurinn er með fullt af fólki sem kann að reka fyrirtæki, stofnanir og landið okkar. En mannúðin og samúðin hefur oft gleymst. Hver man ekki eftir Falum Gong, Málaferli öryrkjanna, eldri borgara, Írak, íslenskum her og þessari óttablandinni virðingu í garð USA. Það er nú þjóð sem er að rotna innan frá.

Ég kýs allavegana á morgun.

ps. Ef ég er með alhæfingar , biðst ég afsökunnar á því..
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust