Nú þegar styttist í kosningar langar mig að stelast til að rita niður og reyna að fá birtan lista sem birtist í grein í Fréttablaðinu þann 7. Apríl sl. eftir Magnús Halldórsson og Þórð Snæ Júlíusson. Þar telja þeir kumpánar upp kosningarloforð ríkisstjórnarinnar seinustu alþingiskosninga, með meiru. Ég nenni nú ekki að fara nánar útí það, en ég ætla að skrifa niður listan eins og hann birtist.



Við skulum byrja á Framsóknarflokknum, X-B:


Engin skólagjöld verði í grunnskólum, framhaldsskólum eða ríkisreknum háskólum.
Loforð efnt? Já!

Kanna ber kosti þess að fella niður virðisaukaskatt.
Loforð efnt? Já!

Efla stuðning við uppbyggingu menningatengdrar ferðaþjónustu. Helstu framtíðartækifæri greinarinnar felast í sérstöðu og sérkennum landsins.
Loforð efnt? Já!

Stuðningur við fiskeldi verði aukinn.
Loforð efnt? Já!

Lánshlutfall almennra íbúðalána verði hækkað í allt að 90 prósent af verðgildi eigna, að ákveðnu hámarki.
Loforð efnt? Já!

Sett verði á fót hönnunarmiðstöð sem hafi það hlutverk að koma íslenskri hönnun á framfæri hér á landi og á alþjóðavettvangi.
Loforð efnt? Já!

Tryggt verði að allir landsmenn hafi jafnan aðgang að ríkisvaldinu.
Loforð efnt? Já!

Komið verði á útflutningssjóði tónlistariðnaðarins.
Loforð efnt? Já!

Langveikum verði gert kleift að takast á við veikindi sín við mannsæmandi aðstæður með fjárhagslegum og félagslegum stuðningi.
Loforð efnt? Já!

Olíuleit í efnahagslögsögunni verði haldið áfram.
Loforð efnt? Já!

-

Í samvinnu við sveitarfélögin verði komið á skólaskyldu á síðasta ári leikskólans.
Loforð efnt? Nei!

Fallið verði frá kröfum um ábyrgð þriðja aðila á láni hjá LÍN.
Loforð efnt? Nei!

Orkulindir hvers landssvæðis verði nýttar þar til að byggja upp atvinnu og efla mannlíf.
Loforð efnt? Nei!

Lokið verði við rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma.
Loforð efnt? Nei!

Ákvæði verði sett í stjórnarskrá um að fiskistofnanir við landið séu sameign þjóðarinnar.
Loforð efnt? Nei!

Ríkisútvarpinu verði breytt í sjálfseignarstofnun og rekstur hennar tryggður með þjónustusamningi við ríkið.
Loforð efnt? Nei!

Tekjustofnar sveitarfélaganna séu í samræmi við verkefni þeirra og lögbundnar skyldur.
Loforð efnt? Nei!

Eyða biðlistum vegna búsetuúrræða fyrir fatlaða og þeim verði gert kleift að búa í sinni heimabyggð.
Loforð efnt? Nei!

Afnema verðtryggingu lána til skemmri tíma en tuttugu ára.
Loforð efnt? Nei!

Sjúkratryggingar taki sambærilegan þátt í kostnaði vegna tannviðgerða og annarrar heilbrigðisþjónustu.
Loforð efnt? Nei!



Sjálfstæðisflokkurinn, X-D:


Að beita sér fyrir aukinni þátttöku íbúa í ákvörðunartöku um stór og mikilvæg sveitarstjórnarmál.
Loforð efnt? Já!

Lýst yfir stuðningi við þá stefnu að skipa Íslandi í hóp þeirra ríkja sem styðja frelsun Íraks.
Loforð efnt? Já!

Hraðað verði uppbyggingu helstu stofnbrauta út frá höfuðborginni (Sundabraut, Vesturlandsvegar, Suðurlandsvegar og Reykjanesbrautar.)
Loforð efnt? Já!

Tímabært að hefja hvalveiðar á ný.
Loforð efnt? Já!

Beinir skattar á einstaklinga lækkaðir.
Loforð efnt? Já!

Eignarskattur afnumin og virðisaukaskattur lækkaður.
Loforð efnt? Já!

Að Landssíminn hf. verði einkavæddur.
Loforð efnt? Já!

-

Að ferðaþjónusta verði meginsvið ráðuneytis eftir endurskoðun verkefna og verkaskiptingar stjórnarráðsins.
Loforð efnt? Nei!

Biðlistar eftir heilbrigðisþjónustu eru óviðunandi og enginn á að bíða eftir nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu. Sjálfstæðisflokkurinn mun beita sér fyrir loggjöf sem tryggir rétt sjúklings til tímalegrar þjónustu.
Loforð efnt? Nei!

Að almannatryggingakerfið tryggi öllum börnum og unglingum að lágmarki almenna tannskoðun og viðurkenndar forvarnir á kostnað almannatryggingakerfisins.
Loforð efnt? Nei!

Starfsemi íbúðalánasjóðs er gott dæmi um verkefni sem á betur heima hjá einkaaðilum.
Loforð efnt? Nei!

Áréttaðar fyrri samþykktir um þjóðlendumálin. Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr, þinglýstar eignarheimildir ber að virða.
Loforð efnt? Nei!

Lögð er áhersla að stórlækka fasteignagjöld eldri borgara.
Loforð efnt? Nei!

Að byggingu gæsluvarðhlads- og meðferðarfangelsis á höfuðborgarsvæðinu verði flýtt.
Loforð efnt? Nei!

Að ákvarðanir um samfélagsþjónustu í stað afplánunar fangelsisvistar verði teknar af dómstólum í stað fangelsisyfirvalda.
Loforð efnt? Nei!

Afnám tekjutengingar í námslánakerfinu til að námsmönnum sé ekki refsað fyrir vinnu.
Loforð efnt? Nei!

Að ÁTVR verði lagt niður þegar í stað og eignir þess seldar.
Loforð efnt? Nei!

Skylduáskrift að fjölmiðlum verði afnumin nú þegar.
Loforð efnt? Nei!

Að einkaréttur á póstdreifingu verði afnumin sem fyrst í því skyni að koma á frjálsri samkeppni í atvinnugreininni.
Loforð efnt? Nei!

Að stimpilgjald á verðbréfum verði afnumið.
Loforð efnt? Nei!



Heimildir:
Fréttablaðið 7. Apríl bls. 32
Mynd tekin af http://www.bjorn.is/
indoubitably