þetta er mitt fyrsta tækifæri á að breyta högum ríkisttjórnrinnar með kosningunum í vor.
Auðvitað er ég ekki eina manneskjan með völdin því það eru allir eldri en 18 ára. Því spyr ég ykkur, kæru hugarar, hvað er ykkur efst í huga að kjósa?

einnig er ég að reyna að átta mig á stefnuskrám flokkanna.

Frjálslyndi flokkurinn, þeir vilja breytingar á kvótakerfi til að útrýma svokölluðum ‘'kvótakóngum’', þeir eru gegn fordómum og misrétti á hendur innflytjenda, og vilja hækka skattleysismörk í 112.000.
allt hljómar þetta ágætlega þó að kvótakerfið finnist mér ekki vera brýnasta nauðsyn að gera lagfæringu á. ‘'Frjálslyndi flokkurinn berst fyrir réttlátu samfélagi þar sem fólkið í landinu, hefur fullan rétt á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.’' Hækkun skattleysismarka er svo hækkuð í stjórnarskránni í 150.000, frá 112.000 á forsíðunni. sjá www.xf.is , bæting á velferðarkerfinu og endurskoðun á hvernig peningum er varið í heilbrigðiskerfinu er þeim einngi í hug.



Íslandshreyfingin birtist mér fyrst eins og sending af himnum ofan en eftir að hafa lesið mér til um stefnuskrána finnst mér ekki sannfærandi að láta Ísland undir stjórn þessa flokks.
þeir vilja friða miðhálendið, stöðva alla stóriðju
''vill að hætt verði að líta á börn, aldraða og öryrkja sem afgangsstærð í samfélaginu'' og ganga í ESB. Mér fannst þetta góð hugmynd að flokki en heillar mig ekki núna.


Samfylkingin: Flokkur jafnaðar og réttlætis.
''Undirbúa samræmda gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar.'' skil ekki alveg hvað þetta þýðir. Vill ganga i ESB—''Setja hagstjórninni þau markmið að þjóðin hafi í næstu framtíð raunhæft val um inngöngu í Evrópusambandið og upptöku evru''. Hvaða markmið eru það? Bæta tannvernd barna, berjast fyrir kvennréttindum.''Setja ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrá og setja ákvæði lög um framkvæmd atkvæðagreiðslna meðal almennings til að tryggja jafnræði og lýðræðislega umgjörð.'' mikilvægur hlutur!


sjálfstæðisflokkurinn
einkavæðing, einstaklingurinn í fyrirrúmi, sala á náttúruauðlindum Íslands erlendis til aukinnar velfarnaðar á Íslandi. Lækka skatta og gjöld á flest öllu en jafnframt bæta velferð okkar Íslendinga og þeir segja :''Sjálfstæðisflokkurinn vill nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma á sem flestum sviðum og tryggja þannig hagkvæma nýtingu opinbers fjármagns''. ‘'Flokkurinn vill að heilbrigðisþjónusta sé að mestu greidd úr sameiginlegum sjóðum.’' ekki veit ég hvað þetta þýðir, eða úr hvaða sjóðum þeir eiga við. engu að síður hljómar þetta vel fyrir utan nýtingu náttúruauðlinda út í eitt. ‘'Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að nýta til hlítar nýja möguleika á fjármögnun samgöngumannvirkja, s.s. gjaldtöku og einkaframkvæmd.’' ekki hljómar þetta heillandi. Það hlýtur að vera eitthvað til í því að XD sé að ‘'stækka bilið milli ríkra og fátækra’'


vinstri grænir hafa umhverfismál efst á baugi ‘'vill varðveita sjálfstæði þjóðarinnar og forræði yfir eigin auðlindum’'. ‘'Neysluhyggja og gróðafíkn víki fyrir verndn umhverfis og varðveislu náttúrugæða.’'Þeir eru alfarið á móti ESB – ‘'Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað.’' En er með samvinnu erlendra samtaka og vinna að ‘'friðsamlegri sambúð þjóða’'. Þeir hafa mikilvæg málefni efst á baugi þó svo að velferðarkerfið á Íslandi mætti einnig einblína betur á.

ég vil benda á að ég tók afar tilviljanakenndar stefnuyfirlýsingar hjá hverjum flokki fyrir sig og það getur vel verið að allt þetta sé jafnvel til í hverjum flokki fyrir sig.

Mín niðurstaða er sú að ég veit ekkert hvað ég á að kjósa.