Um kosningarnar(Utanríkismál) Hérna eru helstu utanríkismálin og hvað hver flokkur vill gera í þeim- kannski getur hjálpað ykkur eitthvað að kjósa:
(birtist i mogganum þann 29. apríl)


Mögulegar aðilda viðræður við ESB (ganga í ESB)
Með: Íslandshreygingin og Samfylkingin.
Móti: Vinstri grænir, Sjálfstæðisflokkurinn,Frjálslyndiflokkurinn og Framsóknarflokkurinn.

Nato: Allir flokkar eru með nema Vinstri grænir sem vilja ganga úr Nato.

Framboð til öryggisráðsins:
Með: Framsóknarflokkurinn,Sjálfstæðisflokkurinn,Samfylkingin.
Móti: Frjálslyndiflokkurinn og Íslandshreyfingin en Vinstri grænir segja Óráðið.

Varnarsamningurinn við Bandaríkin: Allir flokkar eru með nema vinstri grænir sem vilja engan samning (á móti).

Palestína verði sjálfstætt ríki: Allir flokkar með nema Frjálslyndiflokkur segjir Óráðið og Sjálfstæðisflokkurinn segjir Ótímabært.


Hverjum flokk eruði svo mest sammála að í þessu? Mér finnst persónulega-
Mögulegar aðildaviðræður í ESB: er með.(Ef við fáum að halda fiskimiðunum)
Nato: Er með.
Framboð til öryggisráðsins: Veit ég ekki alveg(Óráðið)
Varnarsamningur við Bandaríkin: Á móti
Palestína verði sjálfstætt ríki: Veit ekki (Óráðið)

Samkvæmt þessu myndi ég líklegast kjósa samfylkinguna.
Hvað finnst ykkur?