Tölum aðeins um meðaljóninn….. sama í hvaða landi hann er…

Íslendingar alast upp í þjóðfélagi sem er frekar frjálslynt og opið t.d. fyrir samkynhneigðum og var það einu sinni fyrir málfrelsi áður en t.d. öfgahópar tóbaksbana komust í heilbrigðis og tryggingjanefn alþingis…. en það er önnur saga.

Auðvitað eru skoðanir meðaljónsins hérna þá frábrugðar skoðunum annars meðaljóns sem lifir í samfélagi sem tekur af lífi fólk fyrir samkynhneigð….

Snúum þessu við…. ef íslenskur meðaljón myndi flytja til lands þar sem samkynhneigðir væru líflátnir, þá þætti mér eðlilegt að hann myndi berjast gegn því….einföld réttlætiskennd sem fylgir því sem honum hefur verið kennt af því samfélagi sem hann kemur frá.

Af hverju ætti það þá ekki að virka öfugt.

S.S. að sá sem kemur frá “öfgalandi” til íslands og berst fyrir banni á samkynhneigð og hörðum refsingum á henni hér á landi, einföld réttlætiskennd sem fylgir því sem honum hefur verið kennt af því samfélagi sem hann kemur frá.


Vissulega skiptir þetta litlu máli ef um lítinn hóp fólks er að ræða…..

En síðan eru það þeir sem sjá takmörkun á aðflutningi fólks til íslands sem þyrni í auga sér og vilja það óheft. Hvar eru þá takmörkin, hvenær kemur þá að því að lýðræðislegur fjöldi af þeim sem vilja ekki sjá samkynhneigð vegna sinnar réttlætiskenndar, eru orðnir nógu margir til að komast á þing með sinn stjórnmálaflokk…..

Mig langar ekki að byrja rifrildi við einn eða neinn, heldur langar mig að heyra skoðanir fólk báðu megin við “strikið” og hvernig þið mynduð taka á svona máli….

eigum við kannski að setja sum lönd á “svartann lista”?

eigum við að setja takmark á aðflutning?

eigum við ekki að gera neitt vegna þess að annað væri “rasismi” eða “nýrasismi” eða hvaða flokkanir sem einhverjum dettur í hug?