Eins og margir vita- og eflaust margir ekki- þá hef ég mikinn áhuga á fréttum og þvíum-líku. Fréttir og póitík hafa ávallt höfðað vel til mín.

Pólitík var þó eitt af mínum uppáhaldssportum þegar ég var yngri..Tja, 8 til 10 ára. Nú þegar ég er að bera út er ég alltaf með “eyru” á mér (sumsé eyrnahlífar með útvarpi). Meðan menn hlustuðu á Shakiru á fm957 og Red Hot Chili Peppers á x-inu, þá hlustaði ég á Útvarp Sögu, og hafði gaman af.

Pólítískar umræður og samræður voru í miklu uppáhaldi hjá mér.

En nú er öldin önnur. Tökum dæmi.

Kárahnjúkar: Mikið fjallað og blaðrað um hnjúkana, og meðan ég man, þá ætla ég að koma með eina setningu af andriki.is, er varðar fjölmiðla landsins í tengslum við Kárahnjúka, og þá sér í lagi fjöldagöngu Ómars:

„Við rjúfum hér þáttinn til að senda út frá Hljómskálagarðinum en þar verður á eftir fundur stuðningsmanna Kolbeins kafteins í komandi prófkjöri Lýðræðisflokksins. Hingað er kominn Hörður stýrimaður, sem hefur barist með Kolbeini undanfarin ár, Hörður þú átt von á fjölmenni?“

Allavega, stórskrýtið, en þó skemmtilegt mál. En hvað er ég þá að væla? Jú.

Pólítíkusar þessa lands eru ekkert annað en prump í rassi. Já prump í rassi segi ég og skrifa. Það er nákvæmlega eeennnginn hasar til í þessu liði.
Davíð Oddson er seðlabankastjóri, og á faktískt ekkert að vera að skipta sér af stjórnmálum- en hey, það er meira fútt í honum heldur en nokkrum öðrum.

Steingrímur í VG er þó örlítil undantekning á þessu öllu saman, en hans sjónarmið meika því miður ekki sens. Ef hann fengi að ráða, þá værum við með túrtappa fastan í endaþarmi okkar, ríðandi hesti um hálendið. Nákvæmlega- meikar eeeengann sens.
Hinsvegar talar Steingrímur með sinni sannfæringu og hjarta- og það virði ég.

Það gerir Ingibjörg hinsvegar ekki. Hún bullar bara útí bláinn, og hljómar alltaf eins og Morfís keppandi (með fullri virðingu fyrir þeim). Skiptir um skoðun oftar en ég skipti um málfarsförunaut.

Það eina sem ég fer fram á, er það að menn tali með sannfæringu og í einhverju samhengi- og síðast en ekki síst. Rífi smá kjaft!
Ef ég er ég og þú ert þú, Hver okkar er þá meiri hálfviti?