Sælt veri fólkið.

Nú hef ég lesið marga greinina og séð að margir hafa sterkar skoðanir á þeim.
Sem dæmi nefni ég greinina “Almenn hegningarlög(XXII. kafli) - kynferðisbrotAlmenn hegningarlög(XXII. kafli) - kynferðisbrot”

Sú grein er vel skrifuð og margt athyglisvert kemur fram. Eitt það besta var að einn stakk upp á að senda mail á Dómsmálaráðherran og láta skoðanir sínar í ljós.

Þetta er ekki svo slæm hugmynd.
Í mörg ár hef ég hlustað á fólk kvarta og kveina, þar á meðal föður minn. Þetta fólk hefur alltaf sagt að eitthvað sé að en það geti ekkert gert í því, það sé bara ekki hægt að ná í ráðamennina og svo fr.

En núna á þessari tækniöld er ekkert vandamál að senda smá email.
Þá geta karlarnir og konurnar sem yfir okkur eru og segjast tala okkar mál og vinna í okkur þágu eki sagst vera í tengslum við almenningin, sem erum jú við!.

Ég hvet fólk eindregið að fara og senda mail ef því liggur eitthvað sterkt á hjarta, ekki bara svara greinum hérna á Huga(samt gera það líka :).

Og ef einhver fer að hvarta yfir því að hann sé að drukkna í emailum, þá vitum við að sá maður eða kona hefur ekki verið að standa sig í stykkinu.

Að lokum verð ég þó að vara fólk við og biðja það að vanda orð sín og vera kurteist. Ef sami munnsöfnuður er notður í bréfunumo og er notaður í svörunum þá verður þeim hennt!
Og einnig verður að benda á að ekki þíðir að koma með einhverjar fáránlegar uppástungur(hver og einn verður að meta fyrir seg, ég ætla ekki að reyna meta fyrir alla hvað þeim finnst vera fáránlegt). Fólk verður að vanda sig og þá er ég viss um að hlutir mundu breytast.

Alla vega hjá þeim starfsmönnum ríkisins sem hafa samvisku, eru að vinna sitt starf og gera sína skyldu með því að lesa bréf almúgans!.

Gó almúgi, við eigum landið!(erum bara ekki að græða neitt á því ;)