Íslandshreyfingin - Lifandi Land ... Xi.is Nú á dögunum var stofnaður nýr stjórnmálaflokkur. Ber hann heitið ‘Íslandshreyfingin - lifandi land’, og formaður þess flokks er Ómar Ragnarsson. Sjálfur mun hann leiða lista Reykjavíkur Suðurs, en Margrét Sverrisdóttir Norðurs. Stuðmaðurinn Jakob Frímann Magnússon verður svo fulltrúi Suð-vestur hluta landsins.


Íslandshreyfingin..

..vill fjölbreytt, framsækið, skapandi og réttlátt samfélag. Samfélag þar sem frelsi einstaklingsins, samábyrgð, menntun og sjálfbærni tryggja lífsgæði fólksins

..leggur áherslu á að friða miðhálendið, stöðva frekari stóriðju og að staðið sé við alþjóðasamninga í umhverfismálum. Landsins gæði eru auðlindir sem þarf að nýta af ábyrgð og framsýni, svo komandi kynslóðir geti einnig notið þeirra

..trúir á frumkvæði og hugvit fólksins og telur að ríkidæmi Íslendinga felist í þeirri menningu sem hér er, verkkunnáttu og náttúrugæðum

..telur að þjóðin sé tilbúin að gera nýjan sáttmála um umhverfismál, atvinnulíf og velferð þar sem sjálfbær þróun er höfð að leiðarljósi

..lítur svo á að hin mikla umhverfisbylgja sem fer nú yfir heiminn feli í sér mikla ábyrgð en líka tækifæri

..vill að hætt verði að líta á börn, aldraða og öryrkja sem afgangsstærð í samfélaginu


—————-


* Stikkorð *

- Liberal-Capitalistar
- Flokkurinn vill sækja um aðild að Evrópusambandinu.
- Vilja standa að allþjóðlegum skuldbindingum í umhverfismálum
- Þjóðaratkvæði í mikilvægum málum
- Stjórnarráðið verði tekið til endurskoðunar

,
The Anonymous Donor