Brottkast hefur alltaf verið til staðar.

Áður fyrr voru margar fisktegundir ekki nýttar þar sem engir sölu/eða vinnslumöguleikar voru til staðar. Menn hentu smælkinu því ekki þótti hagkvæmt að koma með það að landi.

Eftir að upplýsingar tímabilið byrjaði og netvæðingin við útlönd þróaðist (heimurinn var minni) hafa menn verið að þróa markaðina erlendis. Í dag og undanfarin tíu ár er næstum allur fiskur nýttur og er sama hvaða fisktegund menn koma með að landi, öllu er komið í verð.

Í nútíma þjóðfélagi eins og við lifum og hrærumst í dag er hægt að koma öllu sjávarfangi sem komið er með í land í gott verð. Í góðu og sanngjörnu fiskveiðikerfi þyrfti engu að henda svo gott verð fæst fyrir allan fisk í dag.

Myndirnar sem landsmenn sáu í sjónvarpinu um brottkast, sýna allt það sem sjómenn hafa sagt á undanförnum árum. Í dag er verið að henda mjög verðmiklum fiski í hafið aftur, vegna okur verðs leigukvóta (150 kr/kg).

Á undanförnum árum eða eftir 1991 þegar frjálsa framsalið tók gildi, hafa margir útgerðamenn tekið gróðrafíknina fram yfir þjóðarhag og braskað með aflaheimildir. Sömu menn hafa skilið eftir margar sjávarbyggðir í sárum. Í dag eru þúsundir manna, margir brottfluttir landsbyggðamenn sem eiga vart til hnífs né skeiðar, vegna stjórnvaldsaðgerða ríkisstjórna síðustu ára.

Það sjá allir sem vilja sjá á annað borð að svona sóunarkerfi gengur ekki lengur. Menn verða að gera eitthvað til að ná sátt. Sjálfur er ég mjög hrifinn af kerfi Færeyinga, það kerfi takmarkar sóknina og sér til þess að menn komi með allan fisk að landi.

Það kom fram í fréttaskýringarþættinum Eldlínunni á S.T.2 nú í kvöld að Árni Matt. Sjávarútvegsráðherra þorði ekki að mæta fréttamanninum Magnúsi í fréttaskýringarþættinum Kastljósi um daginn. Það væri kannski rétt að fara að kalla hann Árna gungu. Einnig var fyndið að sjá hinn hrokafulla mann Friðrik Arngrímsson hálf niðurbeigðann og raula sömu plötuna og hóta mönnum eins og hann hefur gert síðustu ár.

Þetta ólánskerfi er búið að vera og grefur undan sjálfu sér.

Kveðja Assan