Flestir hafa tekið eftir umfjöllununi um brottkast á fiski, hefur
Sigurður Marinósson nú játað að vera skipstjóri og eigandi annars skipsins sem sýnt var.
Segist hann hafa leyft sjónvarpinu og morgunblaðinu að slást í för með sér út af því að þjóðin eigi heimtingu á að vita hvað gerist úti á sjó.
Þykja þau orð benda til þess að ætlun hans hafi ekki verið að afla sönnunargagna gegn sjálfum sér heldur að sýna fram á galla núverandi fiskveiðistjórnunar kerfis í þeirri von um að gripið verði til aðgerða til að farið verði betur um auðlindina okkar.
Enn fremur bendir hann á neikvæð áhrif togara sem draga á eftir sér hlera og róta upp sjávarbotninum segir hann að þeir stórskaði lífríkið.
Bendir hann á að ósk hans sé að færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið verði tekið upp hér á landi að hluta eða öllu leyti.
Langar mér til þess að benda á viðtal sem ég tók eitt sinn við færeying um færeyska fiskveiðistjórnunarkerfið og birti á www.stjorn.is .

En já þá er það stór spurningin er þessi maður glæpamaður eða hetja?

Hann hefur brotið lög samkvæmt lögum númer 57 frá 1996 með því að ástunda brottkast og er því skylda fiskistofu að kæra hann.

En þessi maður leyfði ekki sjónvarpinu og morgunblaðinu að fylgjast með brottkastinu til þess að aðstoða fiskistofu við það að fá hann dæmdan, þessi maður gerði það sem hann gerði til að reyna að vernda auðlindina okkar. Því tel ég að forseti Íslands
skuli beita 29 grein stjórnarskráinnar að forseti geti ákveðið að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka.

Enn fremur tel ég að forseti Íslands skuli sæma Sigurð Marinósson hinni Íslensku fálkaorðu samkvæmt fyrstu grein laga númer 42 frá 1944 um að orðunna megi sæma innlenda menn eða erlenda fyrir vel unnin störf í þágu íslensku þjóðarinnar eða á alþjóðavettvangi.

En já þetta er einungis mín skoðun á málinu. Hvað finnst ykkur á að sekta þennan mann um eigi lægri fjárhæð en 400.000 kr. og eigi hærri fjárhæð en 4.000.000 kr. eða veita honum almenna uppgjöf saka og sæma hann hinni Íslensku fálkaorðu????