Miða við þessa auglýsingu sem kom í fréttablaðið sunnudaginn 1. apríl eru þeir algjörlega búnir að koma sér útí horn.
Spurningin er hvort kjósendur gleypi á þetta og einhvernvegin efast ég stórlega um það.

Ég er samt sammála því að það þurfi að gera eitthvað varðandi erlent vinnuafl sem kemur hingað til lands, en samt ekki þannig að það verði heft.
Ég myndi til dæmis vilja sjá einhvers konar skilyrði varðandi vinnu hér á Íslandi, það gæti verið að þú getir ekki byrjað að vinna hér nema verið búin að læra undirstöðuna í Íslensku, svona svipað eins og það er hjá Dönum, einnig væri hægt að hafa það skilyrði að viðkomandi VERÐI að tala ensku sem annað tungumál því það er gjörsamlega óþolandi þegar það kemur inn fólk sem talar ekkert nema grunnmál viðkomandi landa, hvernig á maður til dæmis að hafa samskipti við þannig fólk? Það er ekki hægt og yfirleitt er það eina sem það getur sagt: “Ég ekki skilja íslenska” eða “Ég ekki skilja”.

Ég vil sjá þannig skilyrði, skilyrði sem sýna að viðkomandi hefur áhuga á að búa hér, læra nýtt tungumál og aðlagast íslenskri menningu, þess vegna er ég ALFARIÐ Á MÓTI áformum Frjálslyndra varðandi innflytjendamál enda fer hún algjörlega yfir öll velsæmismörk!

Svo er það önnur spurning sem maður spyr sig. Er Nýtt Afl að ganga frá Frjálslynda flokknum? Því eftir að frambjóðendur Nýs Afls fyrir 4 árum gekk til liðs við frjálslynda hefur flokkurinn algjörlega drullað uppá bak!