Leyfum léttvín og bjór í matvöluverslunum afhverju er ekki löngu búið að leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum?
Þetta er leyft í t.d Danmörku og fleiri löndum og það hefur nú ekkert komið upp, einhver vandræði vegna þess að þetta sé akkurat selt þarna. Getur einhver hérna sagt mér hvað skaðar þetta að selja þetta í matvöruverslunum þetta er hvort sem er selt í verslunum eins og Ríkinu sem selja aðeins áfengi, en mér finnst að þetta ætti að mega í matvöruverslunum eins og í Danmörku.
Ég veit að það er seldur léttbjór eins og pilsner í bónus og öllum þessum verslunum en ekki t.d sterkari bjór eins og Faxa.
Þetta er nátturlega samt bara skaðlegt/óhollt eins og flest hitt dótið í búðinni flestir gosdrykkirnir(coke,pepsi),orkudrykkirnir(Cult,Bomba) og allt þetta nammi (það á núna að banna t.d cult því að það fór yfir heilsuverndatakmörkin i einhverju.

Ég sé allavega ekkert slæmt við þetta ef við myndum halda þó 21 árs aldurstakmarki(svo unglingsdrykkja myndi ekki aukast) og öllum reglunum á þessu.
Kannski einhverjir sammála að mér en ég hef tekið eftir því að einhvernmegin er bjór mjög aðgengilegur fyrir unglinga núna og þetta myndi kannski bara minnka það ef þetta yrði aðeins selt í matvöruverslunum það sem harðari reglur gætu verið gerðar á þessu og einnig búa til einhver lög um þetta t.d hann sem finnst og er að kaupa áfengi fyrir ungling þá þarf hann að greiða einhverjar bætur eða eitthvað þannig. Fólk er kannski að fara á verslunnarmannahelgi,17 júní, menningarnótt eða halda stóra veislu og ef það ætlar að hafa áfengi þá þarf það að fara í ríkið og kaupa þetta rándýrt.
Í fréttablaðinu 21 mars var gerð könnun sem hljómaði svona vilt þú að sala bjórs og léttvíns verði heimiluð í matvöruverslunum? og niðurstaðan var að 45,7 sögðu já og 54,3 sögðu nei en það er samt hægt að leyfa þetta þeir sem vilja þetta eiga að fá að kaupa þetta í matvöruverslunum. Einnig finnst mér mjög undarlegt að það má auglýsa bjór eins og faxa hafiði t.d ekki séð alltaf aftan á fréttablaðinu í hægri horninu er mynd af faxa og stendur eitthvað um hann svo má ekki selja hann í matvöruverslunum hvað er málið með það?
Það væri gaman að fá svör og komast að niðurstöðu hvort þetta eigi að leyfa eða banna.
Oft er sagt:
hóflega drukkið vín gleður mannshjartað (bæði andlega og líkamlega)
Bjór er hluti að meningu Íslands og einnig landa eins og Frakkar, Ítalir, Ástralar, Bandaríkjamenn einnig fullt að löndum í suður Ameríku.