Í sjónvarpsfréttum i dag kom fram að hæsta vaxtastig í evrópu sé einmitt hér. Nú er seðlabanki Bandaríkjanna búinn að lækka vexti í 10unda sinn á þessu ári. Hvað er að? Hver er sérstaða okkar?
Seðlabanki Íslands hefur falið sig á bak við; “ennþá glögg þenslumerki, Ísland er í sérstöðu vegna hins og þessa” og á meðan eru það við sem blæðum.

Ekki er heldur hægt að taka erlend lán. Ég var voða sniðugur í vor að taka lán samkv. gjalmiðlakúrfu öflugustu seðlabanka í evrópu, þ.e. eftir kúrfu Þýska marksins, pundsins o.s.frv. Núna sit ég uppi með sárt ennið því gengisfall krónunnar er komið í sögulegt lágmark.

Ísland er alltof lítið hagkerfi til að halda uppi einum gjaldmiðli. Við verðum því að taka upp gjalmiðil helsta/helstu viðskiptalanda okkar - Evruna.

Ég er orðin þreyttur á öllum þessu háu vöxtum og þið örugglega líka og þessi mikla verðbólga er að gera útaf við Íslenskan almenning. Þið finnið líka fyrir því sem eruð með verðtryggð lán, mánaðarleg afborgun ykkar er að stighækka.

Íslendingar hafa alltaf haldið fram þessum þjóðernisderring þegar kemur að því að ræða aðra gjaldmiðla eins og við séum að tapa sjálfstæði o.s.frv. Þegar Ísland gékk í EES 1994 “misstum” við löghelgi í dómsmálum og það hefur bara gert okkur gott og komið ýmsum góðum breytingum á, sbr. mannréttindadómstól Evrópu.

Já krónan er handónýt, hendum henni.

Lifið heil;
Krystall