Þegar þú hugsar um kommúnista hugsar þú líklega um, Sovétríkin föllnu. Kúbu eða nornaveiðarnar í BNA í gamla daga. Það virðist vera að hugmyndafræði kommúnismanns sé ekki lengur í umræðunni vegna alls þess sem hefur verið málað rautt með stefnunni sjálfri. Flestar myndir sem við sjáum mála kommúnismann upp sem eitthvað slæmt, eitthvað sem drepur okkur og það eigi að kremja hann eins og pöddu.

Þegar þú hugsar hinsvegar um kapítalisma, hugsar þú líklega svona: “Pabbi minn fór í skóla, lærði vel náði góðum árangri fékk góða vinnu vann sig þar upp á toppinn og þessvegna hafði hann efni á að borga fyrir mína velferð í samfélaginu.”
En er það sanngjarnt, ef það er eðli mannsins að ná árangri, afhverju ná þá ekki allir árangri. Og er sanngjarnt að byggja upp kerfi sem stríðir gegn eðli mannsins sem verður til þess að þeir sem eiga bágt á einhvern hátt verði ótrúlega mikið undir og að bilið milli ríkra og fátækra stækki og stækki.

Því er erfitt að svara, en í dag ætla ég að reyna að útskýra á minn hátt þessar tvær stríðandi fylkingar. Ég ætla ekki að réttlæta aðra þeirra. Heldur mun ég reyna að gefa hlutstæða hugmynd af hverju þessar kenningar tvær bjóða upp á, taka það svo saman og útskýra hvað mér finnst.

Kommúnismi: Hafiði heyrt um mann að nafni Karl marx ? Ekki, nei okay, skal segja svolítið frá honum. Ef þið hafið farið í fél 103 þá ættu þið að vita allt um kallinn. Tek þetta beint úr bókinni minni í félagsfræði: “Félagsfræði, einstaklingur og samfélag. (höfundur Garðar Gíslason)” “Marx hélt því fram að í öllum samfélögum væri til ein yfirstétt sem réði yfir fjármagninu og hefði þess vegna völdin í samfélaginu og ein undirstétt (öreigar) sem yrði að berjast fyrir réttindum sínum. Marx lýsti tengslum milli stétta í samfélaginu sem stéttabaráttu milli “þeirra sem ættu eitthvað” “þeirra sem ættu ekkert”. Kenningar Marx um stéttabaráttuna hafa orðið til þess að hann er af mörgum talinn einn helsti frumkvöðull félagsfræðinnar. Hann leit þó aldrei á sig sjálfann sem félagsfræðing”

Sem stéttabaráttu milli ríkra og svo fátækra. Og að undirstéttin (í þessu tilviki fátækir) yrði að gera uppreisn til að breyta þessu. Þetta sagði hann.
Og það er þetta sem hugmyndin bakvið kommunismi vill þurrka út, stéttaskilin. Allir verði jafnir og hjálpist að. En virkar það ? Eða er maðurinn of sjálfselskur til að skilja að ef hann vinnur með kommúnismanum þá gæti það kannski skilað sér til einhverns annars í samfélaginu. Hann vill frekar vinna, fá pening um mánaðarmótin og kaupa sér nýjan bíl. Þá sér hann hvar vinnan skilar árangrinum. Kommúnisminn vill líka útrýma trúarbrögðum eða “kirkjunni” því það útskýrir sér sem tæki notað af valdamiklum til að stjórna lýðnum. Hvað finnst ykkur. Lítið þið á kirkjuna þannig að þegar þið sækið hana þá eru þið að gera það því stjórnvöld vilja það. Kannski ekki hérna á Íslandi. En í Kaþólskum löndum er ég viss um að kirkjan er mjög valdamikil og getur stjórnað lýðnum. Og hvað þá Islömskum ríkjum.

Afhverju virkaði kommunisminn ekki ? Hvað var að.
Það má segja sem svo að hann var of ofbeldisfullur, og til að geta haft svona “draumaland” þá þarf nánast að loka á sjálfstæða hugsun. Þetta er ekki mögulegt, því það verður einhver að hafa valdið, hvort sem það er löggukallinn á horninu eða hermaðurinn í skriðdrekanum með gjallahornið. Það væri yndislegt að lifa í heimi þar sem allir væru jafnir, en er það hægt í nútímasamfélagi ?

Kapítalismi: Tekið úr “Félagsfræði, einstaklingur og samfélag. (höfundur Garðar Gíslason)”: “Eftir að hafa gert nákvæmar rannsóknir í mörgum löndum komst hann (Max weber) að þeirri niðurstöðu að kapítalismi væri sprottinn upp úr mótmælendatrú. Í kenningum mótmælenda væri lögð áhersla á að meðlimirnir legðu hart að sér í vinnu, spöruðu peninga og fjárfestu til þess að græða enn meiri peninga.”
Kapítalismi er að mörgu leyti það sama. Hann gefur fólki einnig rétt á að skapa og gefa, hann veitir hinsvegar fólki þann kost einungis að hjálpa þeim sem minna mega sín, kannski ólíkt kommúnismanum þá er meiri sjálfselska í kapítalismanum. Hugmynd hans er einnig að sem sölumaður máttu setja það verð á vöru sem þér hentar, ekki sem þér finnst sanngjarnt að neytandinn hafi efni á. Það að þú tildæmis finnur upp ósýnilegann bíl, allir vilja ósýnilega bíla (sem væri reyndar mjög óörruggt í umferðinni) Svo sem eigandi að ósýnilega bílnum þá máttu eigna þér einkaréttinn og fjöldaframleiða hann og selja svo eintökin á því verði sem þér sýnist. Öfugt við kommúnismann þar sem stjórnvöld (sem passar ekki inn í hugmyndafræðina, hvernig getur það verið stjórnvöld.) mundu sjá um ferðasamgöngur og ósýnilega bíllinn, hvað þá venjulegi bíllinn yrði ekki seldur til að einn maður mundi hagnast. En er það sanngjarnt. Sem manneskjur eigum við skilið að lifa okkar lífi og skeyta engu um velferð annarra ? Að sjálfsögðu afhverju ætti mér að vera sama þótt barnið hjá nágrönnunum sé fatlað, hann getur bara fundið upp sinn eigin ósýnilega bíl og selt hann. Þú getur hugsað svona, en hvað ef níu mánuðum seinna eignast þú dóttur, undurfagra en fatlaða. Hugmyndin að ósýnilega bílnum fellur vegna þess að hann er ekki hagnýtur, þú ferð á hausinn og ert alveg blankur. Á meðan fann nágranninn upp svifbílinn. Mundirru vilja hjálp frá honum ?

Þetta er langsótt dæmisaga, en einkar skemmtileg. Áttu að láta þér skeyta um velferð annarra eða einungis lifa í þínum eigin sjálfselska heimi.

Þetta er gaman, þetta er erfitt. En skiptir það í raun máli ? Þarf maður einhvern andskotans isma til að segja okkur hvernig við eigum að lifa lífinu. Kommúnisminn afneitar trúarbrögðum en er hann ekki um leið trúarbrögð á sinn hátt ?
Kapítalisminn segir þér að hugsa um sjálfann þig og lifa lífinu en hvað ef þú þarft einhvern til að hugsa um þig ?

Ég dróg þetta saman á mjög einfaldann hátt finnst mér í þessari grein. Ég vildi opna augu ykkar fyrir þessu, er kapítalismi meira réttlætanlegur en kommúnismi. Er kommúnismi vont og kapítalismi gott ? Að mínu mati öfgar í hvor áttina fyrir sig eru aldrei góðar.

Hvernig vilt þú lifa ? Viltu lifa í samfélagi þar sem þörfin fyrir að búa eitthvað til, finna eitthvað upp og skapa eitthvað er bæld niður. Eða viltu lifa í samfélagi þar sem þeir sem skara fram úr fara fram úr og stinga af. (bil milli ríkra og fátækra verður stærra og stærra…)
Eða vilt þú lifa í heimi þar sem peningar skipta ekki máli þegar kemur að lífsskilyrðum. Þar sem Bill gates býr við hliðina á Lalla Johns í eins húsi ?

Eða vill maður bara búa á Íslandi.
Hvernig lítur Ísland út þegar það kemur að þessu, er bilið milli fátækra að stækka og stækka eða minnka og minnka. Er velferðarkerfið fyrirmynd fyrir önnur ríki. Eru pólítíkusarnir frábærir og ósjálfselskastir. Eða er þetta land á leiðinni til andskotans með sjálfumglaða kapítalismann í farabroddi ?

Þú segmér.