118.00 118 RUV Man 22 JAN 2007 23.57:08
#### INNLENDAR FRÉTTIR 102
### ERLENDAR FRÉTTIR 103 22. JAN.

Strætó: Farþegum SVA snarfjölgar

Fulltrúar Samfylkingar, Vinstri grænna
og Frjálslyndra í umhverfisráði mótmæla
harðlega hækkunum á fargjöldum Strætó
bs sem þeir segja að bitni harðast á
fólki sem velur umhverfisvænna
samgöngumáta. Fargjöld Strætó bs
hækkuðu að meðaltali um 10% 1. janúar.

Farþegum Strætisvagna Akureyrar (SVA)
hefur fjölgað stórlega eftir að
bæjarstjórn ákvað að gefa frítt í
strætó. Fátt er umhverfisvænna en góðar
almenningssamgöngur, segir formaður
umhverfisnefndar bæjarins.


————————————————–

Ofangreint er Copy/paste af Textavarpinu
(Textavarp.is, þann 22.jan 2007 kl 23:50)

Höfuðborg landsins er eins og hún er á morgnana og seinnipart dags, algjört skrímsli að eiga við í umferðinni.

Það fer að verða daglegt brauð að sjá smærri sveitafélaög en RVK finna betri og skynsamari lausnir á vandamálum stjórnsýslu og annarra hversdagslegara vandamála.

Hvað kostar að reka Strætó.bs ? ef fargjöldin væri sniðin frá (og kostnaður við að prenta græna-kortið og alla miðana o.s.f.) og hafa starfsfólk í vinnu við að selja miðana o.s.f.

Ég held jafnvel að meirir virðing væri borið fyrir bílstjórum Strætó, því nú væri fólk ekki fúlt í hvert skipti se4m Það gengi inní strætó og borgaði þetta okur gjald.

Þetta væri líka kjarabór sem skilaði sér beint til þeirra sem þyrftu á henni að halda (nemar, atvinnulausir o.s.f.)

Sérstaklega þar sem Strætó er farinn, eða er að hugsa um að fara að aka til Akranes, Hveragerðis, Selfoss og þá Fljótlega Keflavík (vonandi)

Ef leigubílstjórar verða fúlir, so be it…

Strætó er ekki ný samkeppni við þá.


En ég verð bara að segja “til hamingju Akureyringar” ykkar bæjarstjórn hefur mun hærra IQ en okkar hér í Reykjavík