Það hafa verið mikla umræður hér á Huga í sambandi við þenna dómsúrskurðs vegna ummæla ákveðins aðila í DV.

Ég tel að það væri rétt að að dómstólum að sekta manninn þar sem hann fór með því miður ekki með rétt mál. Því var þetta rógburður og ekkert annað og það er rangt að saka fólk um einhvað sem er ekki rétt.

Nú líta margir á Afríku og sjá mikla fátækt. Það sem verra er er að sumt fólk heldur að þetta fólk sé í þessum sporum vegna leti, og hugsas ekkert út í aðstæður umhverfisins. Og nota það til að upphefja sjálfan sig og sinn lit.

Hverjar eru þessar aðstæður?
í fyrsta lagi var ekki hægt að rækta margt af því sem við teljum sjálfsagt og eðlilegt í dag. T.d. eins og hveiti. Það var bara ekki til á þessum stöðum. Það sem hvíti maðurinn hefur gert í gegnum tíðina er að flytja þekkingu sína frá einum stað til annars, en einhverstaðar byrjaði þetta. Og líklega hefur þetta byrjað þar sem umhverfið var á þann hátt að það hafi verið tiltölulega auðvelt að koma upp ræktun á nytjaplöntum. Sem sagt finna plöntur, borða allt nema fræin og sá aftur og koma af stað sjálfsþurftar búskap. Svo var hægt að flytja þessa þekkingu með sér á annan stað.

Hestar eiga tildæmis mikið með að segja hvernig samfélögin þróuðust. Þeir sem höfðu hesta gátu létt sín verk mjög mikið, svo kom hjólið í kjölfarið með sínum hestvögnum o.s.frv.
Í ameríku voru engir hestar þar til landkönnuðir fóru að flytja þá þangað fyrir nokkrum öldum. Indjánar voru eignilega fastir í þróuninni fyrir það eitt að hafa ekki sum dýr sem aðrir höfðu. Því var það þannig að þegar Spánverjar komu á sínum hestum yfir hið mikla haf þá var litið á þá sem Guði. Þeir hinsvegar misnotuðu þá yfirburði sem þeir höfðu all rækilega og hreinlega stráfelldu þetta fólk. Það þýðir ekki að Indjánar séu heimskir eða verra fólk fyrir vikið, landið sem það bjó í bauð bara ekki upp á meira.

Samfélögin þróast eins og umhverfið leyfir, og umhverið er bara ekki alveg eins allstaðar á jörðinni. Því má leiða að því að sumir hafa haft fleiri tækifæri en aðrir og betri.

Afríkubúar eru ekki latari en aðrir þó að þeir vinni minna, þeir einfaldlega þurftu ekki að vinna meira en þeir gerðu. Þannig þróaðist þeirra samfélag. Ekki af því að þeir eru heimskari eða latari en einhverjir aðrir, voru bara öðruvísi aðstæður.

Svo kemur hvíti maðurinn með alla sína þekkingu og allt sem hann hefur lært og notar það hreinlega gegn öðrum þjóðum, leggur heilu samfélögin í rúst vegna græðgi sinnar og mikilmennskubrjálæðis. Halda að þeir séu miklu betri en aðrir bara vegna þess að þeir byrjuðu leikinn í góðu og gjafmildu umhverfi.

Fólk þróast með tilliti til umhverfi síns, það er það sem þróunarkenningin segir okkur. Þess vegna er ekkert skrýtið að þeir sem búa í miklum hita og sól allan dagin séu dekkri en þeir sem gera það ekki. Það þýðir hinsvegar ekki að það sé verra fólk.

Það er í raun enginn munur á fólki, fyrir utan það sem umhverfið hefur gert. Við erum öll hugsandi verur, en hugsunin þróast líka af aðsæðum. Fólk sem býr í frumskógi hefur meiri áhyggjur af rándýrum á fjórum fótum heldur en fólk sem býr í við sjó og veiðir úr honum, þar hugsar fólk meira um einhver sjávarskrímsli og þessháttar.

Held að fólk ætti að hafa þetta í huga áður en það dæmir einhvern hóp af fólki til að upphefja sjálfan sig.

Ef einhvað, þá er það ennþá þannig að hvíti maðurinn er enn að nota sýna þekkingu sem hann fékk upp í hendurnar til að vaða yfir aðra. Þó svo að það sé ekki algilt

Hvað er til ráða til að hefta innflytjendur?

Það þarf að klippa á hnútinn á réttum stað. Það á ekki að vera í lögum að fólk eigi rétt á peningum annara. Það vekur ánægju og hatur á þeim sem telja að eigi heimtingu á því. Ef þessi gjamildi hætti og fólk yrði að vinna til að geta séð fyrir sér þá myndi fólk ekki koma hingað nema að það væri vinnu að fá. Það á ekki að geta komið hingað bara til að lifa af hinum í samfélaginu. Og það sama gildir um alla í landinu. Það á enginn að eiga heimtingu á því að lifa á öðrum.

Hvað um hina fátæku?

Ég veit ekki betur en að það hafi alltaf verið til fátækt fólk, og öll ráð til að koma í veg fyrir eða útrýma fátækt hefa mistekist, og yfirleitt gert stöðuna verri. Frelsinu hefur aldrei verið gefið tækifæri af því að það eru öfgar að sumra mati. Það er því miður ekki þannig að það sé hægt að smella fingrunum og allt sé í lagi. Og þó að frelsið virki ekki eins og instant kaffi, þá er það samt sem áður lausnin. Fólk í dag hefur bara því miður enga þolinmæði í að bíða eftir einu né neinu, hugsar bara um daginn í dag og kannski daginn á morgunn. Þetta er sú arfleið sem börn fólksins situr upp með. Og komandi kynslóðir munu rembast eins og rjúpan við staurinn að laga, og við verðum ekkert nema einhverjar blaðsíður í sögubók, og frekar ómerkilegar í þokkabót. Því við gerum ekkert til að reyna að laga hlutina og taka einhverja ákveðna afstöðu með einu né neinu, grunvallaratriðin eru fokin útum gluggann. Og fólk heldur áfram að kíta sín á milli um hluti sem skipta í raun ekki neinu máli.

Ríkið er verkfæri hagsmunahópa. Og því er ástandið eins og það er í dag. Ríkið er ekki að sinna starfi sínu sem er að vernda fólk landsins frá óréttlæti og ósanngirni. Heldur er það að skipta sér af lífi fólks og er með puttana í málum sem kemur því hreinlega ekki neitt við.

En svona vill fólk hafa þetta, vill hafa einhvað að rífast um. Vill halda áfram á þessari leið. Heldur að það sé að gera góða hluti með því að láta sína skoðun í ljós, halda við hana og ekki breyta henni þrátt fyrir að það sé búið að rekja vitleysun ofan í það. Samt snýr það hausnum undan og ég efa ekki að það verði einnig raunin núna.

Hvað veit ég? Ekki mikið.
Ég veit hinsvegar að ég veit meira um hvað hentar mér og minni samviksu en hvaða stjórnmála maður sem er. Þá á ég við stjórnmála menn sem halda að þeir viti í hvaða farvegi mitt líf ætti að vera í. Og setja lög til að tryggja að þeirra skoðanir verði framfylgt.

Að sekta formann Félags Íslenkra Þjóðernissinna var skref í rétta átt. Hann fór með rangindi og vitleysu. Og það má ekki valda öðrum skaða. Tjáingarfrelsið er eins og annað frelsi. Notaðu það til að tjá þig, en hver og einn verður að bera ábyrgð á gjörðum sínum, og því sem hann segir. Ef ég segi að einhver Jón útí bæ hafi myrt einhvern mann þá er eins gott að það standist fyrir rétt, því annars er ég búinn að skaða hans mannorð. Það er það sem þessi aðili gerði, hann sagði að þetta fólk væri heimkst og latt (gaf það vel í skyn) og það er bara ekki rétt, og stenst ekki fyrir rétti.

friður
potent