Það er slæmt að heyra að landssamtökin Þroskahjálp skuli hyggja á málssókn, til verndar hagsmunum skjólstæðinga sinna.
Raunin er sú að ríki og sveitarfélög hafa nú þegar tekið á sig hinar ýmsu skuldbindingar í formi laga , sem þeim hinum sömu virðist ganga illa að standa undir. Þetta er slæmt og um má spyrja til hvers var verið að setja þetta og hitt í lög, ef framkvæmd þeirra gengur síðan ekki eftir.

Sem eitt lítið dæmi er t.d að finna ákvæði í Lögum um réttindi sjúklinga, undir Gæði heilbrigðisþjónustu, eftirfarandi.

“ Sjúklingur á rétt á samfelldri þjónustu og að samstarf ríki milli allra heilbrigðisstarfsmanna og stofnana sem hana veita ”

Hvað kynnu þeir að hugsa sem nú hafa beðið á biðlistum hátt í ár eftir einfaldri brjósklosaðgerð, sem mega að þurfa að bíða enn lengur vegna þess að verkföll heilbrigðisstarfsmanna setja strik í reikninginn ?

Hvað með fatlaða og lögskipaða þjónustu við þá, eiga þeir einnig að taka því að verkföll heilbrigðisstarfsmanna, bitni á þjónustu við þá, aftur og aftur, sökum þess að viðsemjandinn sem ber ábyrgð á þjónustunni hefur ekki séð til þess í tíma að til verkfalla þurfi ekki að koma.
Því miður bitna verkföll á þeim er síst skyldi, kanski af því að
samstiga skipulag er ekki sem skyldi innan hins umfangsmikla heilbrigðiskerfis og misskipting launagreiðslna innbyrðis allt of mikil.
Einkastofurekstur lækna utan sjúkrahúsa hefur kostað ómönnuð rándýr hátæknisjúkrahús, nema þegar þeim hinum sömu hefur þóknast að hoppa þangað inn sem verktakar og gera nokkrar aðgerðir á sjúklingum á biðlistum sem sílengjast.
Lyflækningar og aftur lyflækningar eru tískan, og hver borgar þær tilraunir nema sjúklingur og skattgreiðendur.
Lyfjanotkun er langt úr hófi fram en yfirvöld verða að dansa með undir formerkjum “ vísindanna ” sem kanski þýðir það að ekki er hægt að uppfylla lögboðna þjónustu við lágmarksþarfir, s.s. heimilislækni fyrir hvern landsmann, lágmarksframfærslu fatlaðra af opinberu fé, eða lausn á þrautum sjúkra fyrr en miklu magni af lyfjum hefur verið ausið úr sjóðum landsmanna meðan biða þarf á biðlistum.

gmaria.