vil benda á það að þetta er hluti af ritgerð sem ég gerði í samfélagsfræði í fyrra. njótið!!

Íslensk stjórnmál frá 1916

Árið 1916 urðu breytingar í stjórnmálum Íslendinga er nýir flokkar á þingi komu til sögunar. Það voru þá helst Alþýðuflokkurinn, sem sótti stuðning sinn til verkamanna og svo Framsóknarflokkurinn, sem sótti stuðning sinn til bænda. Flokkar voru annað hvort hægri sinnaðir eða vinstri sinnaðir, þó að nokkrir flokkar, t.d. Framsóknarflokkurinn, kysu að vera miðjuflokkar. Hægri sinnaðir voru og eru þeir sem að vildu lítil afskipti ríkisvaldsins af atvinnulífinu og trúðu á frelsi einstaklingsins. Þeir sem eru vinstri sinnaðir trúa hinsvegar á ríkisrekinn atvinnurekstur. Bæði kostur og galli á hægri kerfinu er sá að þú uppskerð það sem þú sáir, semsagt að einstaklingurinn ber meiri ábyrgð á sjálfum sér. Vinstri sinnuðum finnst hinsvegar að samfélagslegi þátturinn skipti meira máli og að ríkið eigi töluvert að hjálpa til. Hjá miðju flokkunum, s.s. Framsókn, er þetta þó þannig að einstaklingurinn ætti að koma til móts við hið opinbera og öfugt. Á þessum tíma, eða í kringum 1916, þá aðhylltust flestir flokkarnir hægri stefnuna og þar sem sjónarmið Íhaldsflokksins voru við lýði á þessum tíma í ríkisstjórn, var ríkisstjórnin hægri sinnuð. Ríkisstjórnin lokaði mörgum ríkisreknum fyrirtækjum og sparaði þannig heilmikið. Það endurspeglaði í raun sjónarmið hægri flokka, sem eru lítil afskipti ríkisins á atvinnulífinu. Margir voru ósáttir og vann Framsóknarflokkurinn því mikinn kosningasigur árið 1927. Framsóknarflokkurinn var miðjuflokkur og var helsti áhrifamaður hans Jónas frá Hriflu, var hann mjög umdeildur maður og lá ekki á skoðunum sínum. Andstæðingar Framsóknar héldu því fram að hann hefði Tryggva Þórhallsson forsætisráðherra í vasanum og uppnefndu hann stóra núllið. Jónas vildi láta stofna 3 flokka, Íhaldsflokk sem höfðaði til atvinnurekenda, verkamannaflokk sem væri til vinstri og svo átti þriðji flokkurinn að vera á milli, bændaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn, sem gæti unnið með þeim flokki sem hentaði hverju sinni. Hann lenti í illvígum deilum við lækna landsins vegna embættisveitinga, sem sökuðu hann um að láta framsóknarmenn sitja fyrir þegar embætti losnuðu. En Jónas átti það til að fara yfir strikið, einkum í ritdeilum, og var hann meðal annars kallaður Raspútín íslenskra stjórnmála, moldvörpuna og jafnvel kafbátinn af andstæðingum sínum. Nýja stjórnin stofnaði meðal annars mörg ríkisfyrirtæki og setti á fót búnaðarbanka fyrir bændur og stofnaði héraðsskóla víða um land, vafalaust til að næla sér í atkvæði bænda. Stjórnin vildi þó líka fá atkvæði úr þéttbýlinu og byggðu því meðal annars þjóðleikhúsið, MA og margt fleira. Ég tel að það sé einmitt þessi atriði sem sýna best að framsókn sé miðjusinnuð, þar sem þeir bæði skapa tækifæri fyrir einstaklinga að byggja sýna eigin framtíð á eigin fótum jafnframt því að vera með ríkisrekna atvinnustarfsemi.

Kreppan

1929 varð heimskreppa í viðskiptum. Mörg lönd settu innflutningstolla til að vernda sína framleiðslu. Einnig var algengt að tekin væri upp jafnvirðisverslun milli landa. Það þýddi að ekki var leyfilegt að flytja vörur á milli landa nema jafn mikið væri keypt á móti af framleiðsluvörum heimamanna. Verðfall varð á útflutningsvörum frá Íslandi árið eftir og erfitt var að selja vegna tollanna. Atvinnuleysi varð mikið svo boðið var uppá atvinnubótavinnu sem var almennt talin niðurlægjandi og óþörf vegna þess hversu illa skipulögð hún var. Einnig voru sett upp eldhús og þeim sem verst voru staddir gefin matur. Kreppan varð einnig til þess að það slitnaði uppúr samstarfi Alþýðuflokksins og Framsóknarmanna. Alþýðuflokksmenn ásökuðu Framsóknarmenn og Sjálfstæðisflokkinn um að vilja láta alþýðu manna bera herkostnaðinn í baráttunni við kreppunna en hlífa fyrirtækjum og atvinnurekendum.
Ef kreppan myndi skella á í dag væri sennilega líka töluvert um atvinnubótavinnu. Nú til dags getur hver sem er sótt um styrk hjá ríkinu vegna atvinnuleysis, sem kallast þá atvinnuleysisbætur. En ef kreppa myndi skella á þá held ég að ríkið myndi láta fólk vinna aðeins fyrir sér, en ekki eins og áður fyrr, því nú til dags þarf ekki lengur þvílíkan mannskap til að moka snjó af götum Reykjavíkur, bara einn mann og snjóplóg. Svo ég held að ríkið myndi leika stærra hlutverk, einfaldlega útaf því að það kæmist ekki upp með neitt annað.







Kjördæmaskipan

Kjördæmaskipan voru einmenningskjördæmi, þ.e.a.s. aðeins einn þingmaður var kosinn í hverju umdæmi. Flest kjördæmi voru í dreifibýli og þar sem var færra fólk gilti þeirra atkvæði meira en í þéttbýlinu þar sem það voru mun fleiri kjósendur í hverju umdæmi. Og þar sem atkvæði bænda gilti meira en atkvæði verkamanna, græddi Framsóknarflokkurinn gífurlega á því að vera bændaflokkur, því að jafnvel þó að þeir fengju þrisvar sinnum færri atkvæði en t.d. Alþýðuflokkurinn, komu þeir inn fleiri mönnum. Alþýðuflokkurinn, sem var nær eingöngu kosinn af verkamönnum og fólki í þéttbýli töpuðu jafn mikið og Framsókn græddi. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði líka, því að þó að hann væri eitthvað kosinn af bændum, voru þeir að mestu kosnir af verkamönnum og þéttbýlisbúum. Ríkisstjórnina grunaði að Alþýðuflokkurinn og Sjálfsæðisflokkurinn vildu breyta þessu kerfi. Fyrir kosningar 1931 lá í loftinu að bandalag myndaðist milli Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokks um að breyta kjördæmaskipaninni en ríkisstjórnin greip þá til þess ráðs að rjúfa þing og boða til kosninga samkvæmt gamla kerfinu. Í kosningunum sama ár náði Framsókn hreinum meirihluta í neðri deild Alþingis en hafði þó aðeins 36% atkvæða á bak við sig. Flokkurinn var hinsvegar í minni hluta efri deild þingsins og því gátu Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn komið í veg fyrir framgang mikilvægra mála svo sem afgreiðslu fjárlaga sem þurfti að samþykkja í báðum deildum. Framsókna og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu ríkisstjórn árið 1932 sem átti að takast á við kreppuna og breyta kjördæmaskipaninni. Það eru bæði kostir og gallar á kjördæmaskipuninni. Kostirnir sennilega þeir að mínu mati að með því að hafa þetta svona þá er það tryggt að allir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Eins og t.d. ef að landið væri ekki kjördæmaskipt þá myndu flestir flokkarnir nánast einblína á höfuðborgarsvæðið, því að þar býr langstærsti hluti landsmanna, og jafnvel bara með því að halda höfuðborgarbúum ánægðum væri hægt að halda sér inná þingi og heilmikill sparnaður, því að það þyrfti ekki stöðugt að eyða fé í kosningaherferðir úti á landi. Að mínu mati finnst mér að kjördæmaskipanin í dag sé bara ágæt, þó að mér finnist alveg væri hægt að fjölga þingmönnum úti á landi og jafna nokkurnvegin út, þó að það sé náttúrulega rökrétt að höfuðborgarsvæðið fái flesta þingmenn, þar sem íbúafjöldi er mestur þar.



Stjórn hinna vinnandi stétta.

Með nýrri kjördæmaskipan sem tók gildi árið 1934 vann Alþýðuflokkurinn stórsigur og myndaði ríkisstjórn með Framsókn sem kölluð var stjórn hinna vinnandi stétta. Hún vildi mikil ríkisafskipti af atvinnulífinu, sem er að sjálfsögðu vinstri hugsjón. Hún bætti hag bænda með því að koma upp allskyns tryggingum, t.d. örorku, slysatryggingu o.fl.. Hún afnam sveitastyrkinn og reisti verkamannabústaði. Allur óþarfa innflutningur var bannaður og miklir tollar á iðnvörum, sem leyddi af sér mikla aukningu á innlendum iðnaði, þar sem ekki var hægt að kaupa innfluttan. Ef hinsvegar öll lönd hefðu gripið til slíkra ráða, þá hefði sennilega verið nánast óbærilegt að versla nokkuð utan lands þar sem það væri of dýrt, og aðeins þeir ríku hefðu efni á því, og hvert land yrði takmarkað af eigin úrræðum. Samstarf flokkana gekk þó illa á þingi.
Ég hef bara alltaf rétt fyrir mér, þannig er það bara.