Þetta er bara dáldið sem ég er búin að vera að pæla í í nokkurn tíma.
Fólk er sífellt að kvarta yfir háum sköttum. En skattarnir koma aftur til okkar, betri götur, betri samgöngur, betri þjónusta og þannig, þjónusta til okkar sem er sjálfsagt að við borgum fyrir. Einhvernveginn verðum við að lifa, og skaatarnir eru í rauninni að sjá til þess að það líf verði betra.
Sjor, of mikið af þessu fer í laun þeirra sem eiga þau ekki skilið (óli R. er með 1,6 milljón á mánuði fyrir að standa þarna með Dorritt og brosa, og ekki má gleyma að fara til Indlands- á kostnað okkar) En venjulega kemur þetta allt aftur til okkar. Ef skattarnir mundu lækka þá yrði samfélagið fátækara, ekki hægt að gera jafn mikið fyrir okkur og þá mundum við byrja aftur að kvarta.
Þetta samfélag er aldrei happí, og kvartar yfir að þurfa að boga fyrir eitthvað sem er gert fyrir það sjálft. Þáð er ekki sniðugt.

Kær kveðja,
Eyrún