Því er oft varpað fram að Vinstrihreyfingin - Grænt framboð sé afturhaldssamur flokkur og á móti öllu.

Seinna staðhæfingin er augljóslega fáránleg í sjálfu sér, því ef einhver er á móti einhverju, er sá hinn sami um leið með einhverju öðru, oftar en ekki andstæðunni. Það er hugsanlegt að verið sé að meina að Vinstri - Grænir séu á móti öllu sem ríkisstjórnarflokkarnir leggja til. Í fyrsta lagi er það ekki rétt að VG séu a móti öllu þessu, en þó svo að þeir væru það væri það aðeins eðlilegt þar sem Vinstri - Grænir eru þeir sem lengst eru til vinstri af íslenskum stjórnmálaflokkum og eins og flestir vita eru hægrimenn við stjórn í landinu sem stendur.

Það að Vinstri - Grænir séu afturhaldssamir er vinsæl fullyrðing hjá andstæðingum þeirra, en eins og svo oft á hún ekki við rök að styðjast. Hvað er það í stefnu Vinstri-Grænna sem gera þá afturhaldsama? Er það kannski hugmyndin um að vernda stærsta ósnortna svæðið í Evrópu, hálendi Íslands? Er það stefnan að stórefla menntun? Hvað er það? Ekkert af stefnumálum Vinstri-Grænna gæti þótt bera sérstakan vott um afturhaldssemi. Það er því ástæða til að hvetja fólk til að kynna sér stefnuskrár flokkanna og meta svo hver flokkanna sé mest afturhaldssamur. Eitthvað segir mér að það verði frekar Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn sem yrðu þá gangrýndir fyrir afturhald.

Finnur Dellsén
5. október 2001