“við skulum ekki vaða í aðgerðir sem eiga eftir að verða okkur efnahagslega dýrar”Þetta hljómaði á pöllum hins hæstvirða Alþingis í dag. Það hefur verið einhuga samþykkt meðal vinstri-grænna að íslendingar ættu ekki að samþykkja eða frekar að segja taka nokkurn þátt í refsi aðgerðum gegn Hryðjuverkamönnum og þeim ríkisstjórnum sem halda hlífiskildi yfir þeim. Þykir þeim hentugra að láta aðra um vinnuna og taka góðan tíma í að finna hinu seku og ekki vera með neitt óðagot. ég veit ekki hvað osama bin laden og þessu al-quad samtök hans þurfa að drepa marga og hversu miklu tjóni þeir þurfa að valda áður en það er “réttlætanleg” að taka af skarið og ná í þennan hryðjuverkamann. augljóst er að hann er vel varinn af Omar og hans félögum í afganistan og því myndi aðgerðinn kosta mannslíf og það sem v-g mönnum þykir verst myndi það kosta peninga. ég trúi varla að þeir meini þessar yfirlýsingar sínar og kannski er ástæða þeirra þær að nú meira en nokkurntíma áður endurspeglast styrku og nauðsyn NATO. En í gegnum NATO hafa margir vitorðsmenn hanns náðst og er það sem þyrnir í auga steingríms j og félaga.
Þykir mér framkoma v-g í þessu máli hrikaleg og vilja gefa þá yfirlísingu að hryðjuverk´á vesturlöndum verði svarað með skriffinsku og röfli. hvað haldiði að haldi aftur af öðrum hryðjuverkamönnum að ráðast á vesturlönd ef ekkert er viðhafst??
Þetta mál hlýtur að hafa snert jafnvel hörðustu komma hérna á íslandi og trúi ég ekki að þetta eigi eftir að auka hróður vinstri-grænna hér á landi.