Í fréttunum þann 6. okt. heyrir maður að rússneskar sprengjuvélar hafi farið inn í íslenska lofthelgi og stefnt á landið en fréttirnar eru óljósar og maður veit ekki hversu langt þær fóru inn í lofthelgina og hvert þær stefndu og hvenær þær snúðu við. Maður spyr sig hvers vegna gerðu þær þetta?, varla var það tilviljun enda kostar það Rússana mikið að senda slíkar vélar í slíka langferð. Þegar maður svo bíður eftir skýringum frá íslenskum ráðamönnum þá er eins og utanríkisráðherrann okkar sé af fjöllum kominn og viti jafn lítið um málið og fréttamennirnir sem spyrja hana í sjö-fréttunum. Það var jafnvel eins og hún væri pirruð út í þessa atlögu fréttamanna og væri í raun ekkert umhuga um að inn í íslenska lofthelgi fóru rússneskar sprengjuvélar án þess að láta kóng né prest vita! Þær íslensku stofnanir sem fylgjast áttu með ferðum þessara véla virðast hafa brugðist með öllu.
Mergur málsins virðist vera sá að bandaríski herinn virðist hafa farið skilyrðislaust! Nánar tiltekið án þess að þurfa að uppfylla skilyrði varnarsamningsins frá 1951 sem er okkur íslendingum í hag, þ.e. varnir Íslands. Þeir eru í forminu til með herstöð hér þar sem þeir geta lent vélum með kjarnavopn eða fanga á leið til Kúbu og auk þess hafa þeir nauðsynleg fjarskipti við flota sinn á Norður-Atlandshafi. En hvað fengu íslendingar, jú nákvæmlega ekki neitt! Allaveganna er hægt að halda því fram svo lengi sem varnaráætlunin svokallaða er trúnaðarmál! En það ættu allir að vita um hvað hún snýst, jú það að Kanarnir fara og við tökum við kostnaðinum við Keflavíkurflugvöllinn og öryggismál sjóferða og flugferðar á N-Atlandshafinu auk þess sem íslensk stjórnvöld eiga að öllum líkindum skv. Samningnum að geta kallað til F-15 véla USAF á Bretlandseyjum ef lofthelginni er ógnað!?!
En Rússarnir komust í gegn og Íslendingar vissu ekki neitt af “loftárásinni” nema eftir að danski loftherinn benti ratsjárstofnun á það!? Og hvar voru fjandans Kanarnir!!!