Ég fékk þessa spurningu á korkinum þegar verið var að ræða um ríkið og hlutverk þess, og hvernig núverandi ríkisstjórn er að misnota það sem tæki til að stela peningum af almenningi, og þá er ég að tala um þig.

Hvað vilt þú að gerist ef þú lendir í alvarlegu bílslysi?

Þetta er nú bara bull spurning, hreint út sagt. Í fyrsta lagi vill enginn lenda í bílslysi (allavega enginn sem ég þekki eða veit um), og þó svo að ég hafi lent í bílslysi, þá er ekki það fyrsta sem maður hugsar “hvað vill ég að gerist”, því í raun hefur maður ekki hugmynd um það. Í raun fer maður að pæla, “mun ég ganga aftur?”, og þar fram eftir götunum. Ég veit að fólk er að leita eftir “réttindum”,bótum, góða þjónustu frá heilbrigðisgeiranum, og ódýra líka o.s.frv.

Ég vill auðvitað fá hjálp og ég vill fá aðstoð, en málið snýst ekki um það. Málið snýst um það að Ríkið, sem á að standa fyrir að vernda frelsi einstakling og verja fólk gegn óréttlæti, notar aðferðir, sem stuðla að hvorugum þessara hluta. Því þeir nota aðferðir sem byggist á því að taka frá einum og gefa öðrum. Í daglegu tali er það kallað hnupl. Og til að að vernda hnuplið eru sett lög sem stangast á við réttlæti. Þannig að við erum hvorki frjáls, né er til stofnun, sem einstklingar setja á fót, til að verja þá gegn óréttlæti.

Ég get því miður ekki borið virðingu fyrir ríki sem hnuplar, í hvaða yfirskini sem er. Og ég get ekki logið að sjálfum mér því, að ég sé að gera einhvað rangt, þó það standi í lögum að það sé “rétt”. Ég veit að ég er ekki að gera neitt, með mínu ólöglega athæfi, sem brýtur rétt annara til frelsis eða verndunar. Hvort sem það er að keyra of hægt eða hratt, eða hvort ég keypti bjór handa einhverjum svo að hann gæti haldið upp á tvítugsafmælið sitt, sem var tveim dögum áður en hann átti afmæli samkvæmt fæðingarvottorðinu.

Ríkið á ekki að útdeila eignum fólks, sem með sinni vinnu eignaðist. Ríkið var ekki sett til þess, heldur til að vernda fólk frá óréttlæti, eins og hnupli. Að það væri sett í lög útskýring á athæfinu og refsinguna við að nota það, ekki að setja í lög að það sé í lagi að hnupla, bara af því að það er undir því “skyni” að það sé verið að jafna “leikinn”, og ef maður gerir það ekki þá sé maður vond persóna. Við vitum að það er rangt að hnupla og þá á ekki að skipta neinu máli hver eða “hvað” gerir það og afhverju; það er rangt og við vitum það.

Ef ég vill ekki að ríkið selji mér epli, þá þýðir það ekki að ég vilji ekki kaupa þau. Alveg eins með menntun, bara þó ég vilji ekki að ríkið “gefi” mér menntun, þá þýðir það ekki að ég vilji hana ekki. Það þýðir bara að ég vill ekki að ríkið sé að skipta sér að því hvað ég er að kaupa eða hvað ég læri, því í raun kemur það hlutverki þeirra ekki við. Því um leið og það gerist að ríkið fái svo mikið vald þá er auðvelt að snúa og flækja hlutina til að græða á þeim, og það er n´kvæmlega það sem er að gerast í dag á Íslandi. Flest allar byltingar má rekja til misnotkunar á valdi “ríkisins”, og það útum allan heim. Annaðhvort eru það þeir sem misnota þau sem ræna því, eða hinir, sem vilja ekki að þau séu misnotuð. Og íslenska Ríkið er því miður ekki að nota það rétt. Það breytir engu hvað þeir meina vel, það er ekki þeirra hlutverk að jafna lífsgæði fólks, þeirra hlutverk er að halda réttlætinu uppi.

Núna eiga án efa margir eftir að halda að ég sé vondur og vilji ekki hjálpa neinum. Að ég sé með einhverja paranoju gagnvart þjóðfélaginu eða einhvað slíkt. Það er ekki málið. Ég vill bara ekki að ég sá látinn hjálpa ótilneyddur, að ég sé neyddur til að vera góður og stilltur. Fólk þroskast og lærir af mistökum. Fólk sem á góða að fær alla þá hjálp sem fólkið getur veitt. Hvað þarf maður að gera til að eiga góða að? Maður þarf að bera virðingu fyrir þeim, treysta þeim, og hjálpa þeim ef þau þurfa á því að halda. Virðing er ekki það sem ríkið sýnir mér, af hverju ætti ég að treysta því? Og hvernig get ég hjálpað ríki sem hvorki hlustar né vill mína hjálp, nema þegar það eru kosningar í gangi, og þá aðeins að orðinu til.

Hvað munum við þurfa að borga mikið í skatta til að öll “réttindi” sem allir eiga víst “tilkall” til núorðið (menntun, fæði, húsnæði), er “ókeypis”. Ef þetta eru lágmarks mannréttindi eins og sumir orða það, afhverju er allt þetta fólk ekki að gefa meiri peninga til að “mennta” lönd sem léleg, eða enginn, menntun er í? Eigum við tilkall til “réttinda” sem kosta peninga sem aðrir verða að borga fyrir?

Ef ég á ekki mat, þá get ég ekki gengið í ískápinn í næsta húsi að því að “það er minn réttur sem mannvera að ég fái mat, og þú verður samkvæmt lögum að fæða mig, til að uppfylla MÍN réttindi” (skítt með rétt einstaklinga sem vilja eiga sínar eignir í friði, hvort sem það myndi svo gefa mér mat er annað mál). Það sér hver maður að þetta er ekki réttlátt. Og ríkið er ekki undanþegið þessari reglu; í stað mats, tekur það peninga sem þú vannst þér inn fyrir, og án þess að spyrja hvort þú værir í aðstöðu til að láta peninga af hendi, til að hjálpa ógæfusömu fólki. Því það eru til stofnanir sem gera það, góðgerðar samtök vinna þannig (spyrja), en af því að ríkið er að taka til sín allan “markaðinn” þá fá þau yfirleitt á sig vont orð. Fólk sem borgar skatta telur sér nefnilega trú um að það sé búið að láta gott af sér leiða þegar í raun er það bara henda peningunum í ruslakvörn, og aðeins nokkrar mylsnur “sleppa í gegn”.

Það sem ég vill er réttlæti og frelsi. Er ég ósanngjarn fyrir að vilja þetta?

friður
potent