Kannski ég geri örlitla tilraun til að lyfta þessum þræði yfir á annað plan svo fólk geti hætt að tuða út í stjórnmál og byrjað að hugleiða stjórnmálaheimspekina örlítið:

Tekur enginn eftir því að flestar skoðanir fólks hérna (og annars staðar) byggjast á því að “mér finnst” eitthvað? Hvaða gagn er í því? Hvað ef “mér finnst” að það eigi að drepa alla Gyðinga? Slæmt segja flestir. En hvað ef ég segi að “mér finnist” að ríkið eigi að skattleggja til að niðurgreiða skóla? Þetta er sami hluturinn því báðir byggjast bara á einhverju persónulegu áliti (sem er gott þegar maður er að velja föt eða bíómynd en slæmt í stjórnmálaumræðu).

Þetta með að “finnast” að hlutirnir eigi að vera einhvern veginn er bara slæm röksemdarfærsla. Stjórnmál eiga ekki að snúast um einhvern persónulegan smekk manna, sama hvað hann er göfugur og mikið í tísku. Ef maður vill að ríkið geri eitthvað þarf að hugleiða afleiðingarnar. Ef ríkið gerir eitthvað þá getur ENGINN valið eitthvað annað. Ef ríkið vill reisa pýramída eða Perlu þá getur það einfaldlega ákveðið að allir séu sammála, hvort sem fólki líkar betur eða verr.

Bara eitthvað til að hafa í huga.