Hvað finnst mönnum um fjárlagafrumvarpið og boðaðar skattalækkanir?
Mér kemur þetta ekki beinlínis á óvart, að það skuli liggja mest á því að lækka skatta (gífurlega mikið) á fyrirtæki, hátekjuskattinn (mörkin þar máttu reyndar alveg hækka aðeins) og svo eignaskatta og stóreignaskatta.
Hefði virkilega ekki verið í lagi að henda nokkrum smábitum í “smáfólkið” í leiðinni? Jú, heyrðu, jibbý, heil 0,33% lækkun á skatthlutfallinu til okkar ræflanna.

P.s. ég var úti í búð í dag og var að spá í að kaupa svona ungbarnadjús (Gerber) en “kommon”! 95 krónur fyrir 150 ml! Þar af 24,5% vaskur. Er ekki allt í lagi? Hver kaupir svona? Jú kannski þeir sem þurfa bráðum ekki lengur að borga stóreignaskatt og hátekjuskatt.
Kveð ykkur,