Það verður mjög forvitnilegt að vita hvað kemur út úr ráðstefnu sem hér er haldinn nú á vegum FAO , um sjálfbæra þróun í sjávarútvegi.
Getur það verið að heimsins færustu vísindamenn sem hingað eru komnir, hafi ef til vill fleiri útreikninga meðferðis um sjálfbæra þróun en menn hafa þykjast vilja vita af hér á Íslandi enn sem komið er hvort sem er í sjávarútvegi eða landbúnaði.

Sjálfbæra þróun er nefnilega ekki hægt að ræða með raun réttu hvorki í sjávarútvegi eða landbúnðaði, þar sem aðkeypt aðföng s.s olía, og tækjabúnaður, er of mikill hluti við öflun, hins efnahagslega ávinnings, sem aftur rennur aðeins í vasa hluta þjóðarinnar, sem hefur verið úthlutað kvótum til atvinnurekstrar.
Lög eru til um lífræna ræktun í landbúnaði en stjórnvöld hafa ekki kosið að styðja þá aðila enn sem komið er en beingreitt verksmiðjuframleiðendum stórar fjárhæðir, keypt upp bændur frá búskap og sett hluta landsins í auðn.

Hinn mikli tækjabúnaður sem vitað er að er OF mikill í heiminum öllum veldur röskun á lífriki sjávar, sem aftur veldur minnkandi fiskistofnum ár frá ári uns, hrun blasir við.

Tómur sjór engin fæða, vegna skammtímagræðgi, núverandi kynslóðar.
Hvað með börnin okkar í framtíðinni ?