“ Ljós réttlátra mun skýra skært en á lampa óguðlegra mun slokkna ” segir í Orðskviðum Biblíunnar.
Í Orðskviðunum er að finna ráð til handa okkur kristnum mönnum til að lifa eftir okkur til góðs og farsældar.

Lifum við í samræmi við þann kristna boðskap sem Biblían birtir okkur ? Er náungakærleikurinn og virðingin, allsráðandi í samskiptum manna á meðal eða má lítið út af bera svo ekki komi til “ stríðs ” millum manna um hvaðeina sem upp á kemur, þar sem
spjótakast orða rifur og eyðileggur vitræna hugsun ?

Ég tel að við séum ekki aftarlega á merinni í þessu efni heldur höfum dottið af henni, því kristilegt siðgæði, kann varla nokkur maður að útskýra í hinum tæknivædda heimi hraða og fjölbreytni, þar sem við höfum allt til alls og miklu meira en svo.
Við sóum miklum fjármunum í afþreyingu sem höfðar til lægstu hvata mannsins, og látum teyma okkur fram og til baka í sem mesta spennu sem finna má í formi spennuframleiðanda allra handa er stórgræða.

Flest öll markmið og meginhluti tilgangsins er nú rigbundinn við gullkálfinn á kostnað umhugsunar um það að rækta iðkun sannleikans er framleiðir kærleika og virðingu sjálfkrafa í lífi voru, hverrar trúar svo sem við erum, sökum þess að hinar mannlegu þarfir gilda alls staðar á sama máta.

Ef til vill þurfum við að fara að skoða það einfalda atriði að maðurinn “ Uppsker eins og hann sáir ” hvar og hvenær sem er öld eftir öld, með sínum athöfnum eða athafnaleysi.