Mér finnst þetta nú alveg frábært hvernig núverandi ríkistjórn skiptir um stóla eins og meðal maður myndi skipta um nærföt.

Ég er nú en þá námsmaður en ég hef þó unnið nokkur störf, þau störf sem ég hef unnið hafa nú ekki falið í sér að stjórna landinu en tekur samt þó nokkurn tíma að koma sér inní þaug og geta gert það vel.
Ef venjulegt starf þarfnast þess þá hlítur ráðherra embætti að þurfa á eithverri aðlögunarhæfni til að geta unnið starfið vel.
Ríkistjórnin virðist vera óvenju fjöl hæf og vera með góða þekkingu á öllum embættum ef þeir geta bara hoppað mill stóla miðað við hvernig skapi þeir eru þann daginn.

Embætti eins og helbrigðisráðherra hlýtur að taka að minstakosti 1-2 ár að komast inní og geta rekið kerfið og svarað spurningum um heilbrigðis geiran með vitund um hvað er verið að tala um.

Ég held að það sé kominn tími á nýan meiri hluta sem er ekki búinn að vera allt of lengi við stjórn og er orðinn of vanur að geta stjórnað hverjum sem er og gert það sem þeir vilja.
Það sama gerðist í borginni og held ég að það sé bara gott að Fá D inn aftur til að minna S á afhverju þeir náðu borginni á sínum tíma.