Loksins komu fram í fjölmiðlum nú í dag mótmæli formanna ríkisstofnana varðandi það atriði að tilraunir þeirra til þess að hafa með höndum framkvæmd settra laga í landinu, virðast oftar en ekki mega þurfa að lúta gagnrýni höfunda laganna, þ.e. alþingismanna sjálfra.

Því miður held ég að hamagangur og læti við lagasetningu hvers konar undanfarin ár og áratugi einkum fyrir jólaleyfi og sumarfrí hins háa Alþingis kunni að hafa orðið til þess að menn hafi allsendis ekki gaumgæft til hins ýtrasta hverning hin ýmsu lög kynnu að virka í framkvæmd sinni, því enginn lögfræðilegur aðili hefur yfirfarið þau hin sömu lög áður með sérstöku tilliti til þess, hvort framkvæmd þeirra sé möguleg.

Ég álit að Stjórnlagadómstóll sé löngu þarft fyrirbæri þar sem þeim hinum sama væri gert að hafa það hlutverk með höndum m.a. að yfirfara lög hvað varðar stjórnarkrárákvæði svo mál eins og mál
Öryrkjabandalagsins sem eitt dæmi kæmu ekki í bakið á skattgreiðendum seinna, eins og nú hefur gerst.

Það er engum hagur að því nema lögfræðingum að ein þjóð hafi þúsund lög, þar sem hver lögin á fætur öðrum stangast á, til þrætuepla og deilna oft um keisarans skegg og nokkrar krónur eða aura, með tilheyrandi tilkostnaði við dómstólameðferð.

Ég tel að lög á lög ofan , nær öll með viðbótarákvæðum um reglugerðarsetningar sem eru alfarið í höndum ráðherrra hverju sinni, og nýtt hefur verið út í hið óendanlega, sé allsendis ekki til þess fallið að skapa framkvæmdavaldinu mögulega skilvirkt skipulag á faglegum forsendum, sama á hvaða svið er litið.

kveðja.
gmaria.