Formaður Samfylkingar var í viðtali í Kastljósi um hin ýmsu mál, en sá hinn sami hefur vart verið sýnilegur í fjölmiðlum um langan tíma. Það fyrsta sem mér datt í hug eftir viðtal þetta að þessi flokkur væri skoðanalega séð miðað við skoðanir formannsins flokkur tækifærissinna er telja sig til hægri þegar það hentar og til vinstri þegar almenningsálitið segir svo en þó oftast í miðjumoði skoðanaleysis, að undanskildum einum þingmanni.

Varðandi virkjanamálin virtist formaðurinn reyna að dansa línudans eigin skoðana, þá og nú.
Hann kvað fast að orði um að flokkur hans stæði vörð um velferðarmálin en komst alveg hjá því að útskýra hvernig.

Hann sagðist hafa fundað með fólkinu í landinu en ekki kom alveg fram hvað þar fór fram, að því undanskildu að gumað var af fundasókn einhvers staðar.
Er Össur framtíðar stjórnmálamaður á Íslandi sem er bæði með og á móti eftir því hvernig vindurinn blæs, og eins markaðssinnaður og núverandi valdhafar að virðist og ráða má af máli hans í þessu viðtali.