Ég tel satt best að segja með ólíkindum hve mikið vor þjóð lætur bjóða sér í því efni að greiða mjög háa skattprósentu í heildina litið en fá til baka, BORGAÐU MEIRA FYRIR ÞJÓNUSTUNA, EÐA BÍDDU BARA. Alls konar gjöld er innihalda t.d virðisaukaskatt til viðbótar, við fasteignagjöld, og alls konar skerðingar allra handa á hinum ýmsu tilfærslum með peninga fram og til baka í formi bóta hvers konar sem hið opinbera innir af hendi.

Ógreidd bifreiðagjöld sem dæmi eru til dæmis skuldajöfnuð af hinu opinbera áður en greiddar eru barnabætur til handa þeim er þess njóta, líkt og bílinn hafi þar forgang umfram þarfir barnsins.

Fólk sem hefur greitt skatta og skyldur í áraraðir en þarf á tiltölulega einföldum læknisaðgerðum að halda með nútíma tækni má
gjöra svo vel að biða hátt í ár eftir þjónustu vegna þess að ekki er hægt að búa til skipulag er heitir fullmönnuð sjúkrahús, þótt
búið sé að kosta sérfræðimenntun til handa fullt af fólki til þeirra starfa.
Hið opinbera ´býður nefnilega upp á tvenns konar greiðslufyrirkomulag, eins fáránlegt og það nú er, þar sem sérfræðingar á einkastofum hafa betri laun fyrir að TALA við fólk þar, og raða á biðlista, en að starfa í fullu starfi ,á skurðstofum sjúkrahúsanna, sem verða að borga lægri laun.

Fólk á biðlistum þarf að vera án vinnu til langtíma og innbyrða verkjalyf í magni til þess að lifa af biðina sem einnig kostar samfélagið stóra peninga til viðbótar við vinnutap hins vinnandi manns.

Ég lít svo á að hér sé um að ræða illa skilvirkt skipulag þar sem við borgum ofurskatta á þjónustu sem skilar sér illa okkur til handa í samræmi við oss eigin greiðsluþáttöku ó formi aftekinna skatta og gjalda.