Ólafur G. Einarsson sakar Margeir Pétursson um óheilindi innan stjórnar Lyfjaverslunar, varðandi kaup á Frumafli.

Hann talar einnig um skort á viðskiptasiðferði.
Getur það verið að viðskiptalífið sé svo gegnsýrt af gróðasjónarmiðum að lögfræðingar ástundi lygar, í stjórn stórfyrirtækja til handa öðrum stjórnarmönnum ?

Margeir hefur verið innheimtulögfræðingur hjá Búnaðarbankanum og að mig minnir þegið styrki frá honum á skákmótum.

Varla hefur slíkt nokkuð að gera með álit bankans á fjárfestingu í Frumafli sem er fyrirtæki í heilbrigðisgeira þar sem framsóknarmenn hafa þó með að gera yfirstjórn mála ?

Eitthvað er hér samt málum blandið, og hinar hatrömmu deilur
sem hafa orðið að fréttaefni mánuð eftir mánuð, varðandi hreinar og beinar erjur um peningalegan ágóða og völd til þess að stjórna fyrirtæki sem sérhæfir sig í innflutningi á lyfjum og vill takast á við þjónustu við aldraða, hlýtur að geta sagt hinum almenna manni að eitthvað sé skrýtið við deilur sem slíkar.

Er eðlilegt að innflutningsfyrirtæki á hlutabréfamarkaði, sem flytur inn lyf taki að sér að þjóna öldruðum m.a með lyf sem þeir hinir sömu flytja inn og hafa hagnað af. Gæti ekki verið að þar myndi reynt að koma út sem mestu af lyfjum til handa hinum öldruðu við hvaða mögulegu kvillum sem er, sökum hins tvískipta hlutverks er fyrirtæki þetta
virðist fá að geta haft með höndum, sem er þjónusta við aldraða og lyfjainnflutningur ?