Spilling í stjórnmálum er einkum þess eðlis að flokkar við stjórnvöld á hverjum hygla flokksmönnum sínum hvað varðar embætti og stöðuveitingar, ef til vill á kostnað hæfni og menntunar til starfa.
Hafa Seðlabankastjórar t.d. eða aðrir bankastjórar ríkisbankanna, ekki miklu minni viðskiptamenntun en undirmenn þeirra margir hverjir ?

Hverjir sitja í ráðum og nefndum ríkisins í hinum ýmsu verkefnum ?
Er formennska í nefndum þessum ekki alla jafna falin þeim er fellur í flokk ráðandi aðila, þótt gumað sé af þverpólítískri nefndarsetu annarra stjórnarmanna, án þess að hæfni hvað þá sérhæfing til álitsgjafar sér fyrir hendi af hálfu þeirra hinna sömu aðila.

Þetta atriði hefur verið nokkuð áberandi hvað annan stjórnarflokkinn varðar, ef grannt er skoðað.

Í raun þyrfti að taka fyrir hverja eina einustu nefnd á vegum hins opinbera, hvort sem er hvað varðar ríki eða sveitarfélög og skoða hvaða skilyrði einstakir fulltrúar hafa til sérfræðiálitsgjafar að
bera utan það að vera flokksmenn í flokkunum á hverju sviði fyrir sig.

Stjórnsýslulög voru stórþörf, en taka ekki á því atriði að hæfni manna til álitsgjafar í sérstökum sérhæfðum úrlausnarefnum, sé nægileg á grundvelli þess að viðkomandi hafi hlotið kjör til Alþingis, eða sveitarstjórna fyrir það eitt að vera í stjórnmálaflokki, kanski vegna persónulegs fylgis, s.s. að viðkomandi líti vel út.

Í svo litlu landi sem Ísland er, er, enn ríkari nauðsyn að flokkar stórir sem smáir opni bókhald sitt fyrir almenningi, ellegar mun ætíð vera hægt að skrifa ákveðna stjórnvaldshætti eða skipan mála á aðkeypta aðferðafræði í formi styrkja til handa flokkunum af hálfu peningamanna, og sem aldrei fyrr í þjóðfélagi er hefur haldið á braut markaðshyggju og einkavæðingar í aðalatvinnugreinum sínum.
Þetta er nauðsynlegt til þess að tryggja
gegnsæi í skipan mála öllum til handa fyrr og síðar og forða því að þingmenn falli í þann pytt að misnota sér aðstöðu sína, hvers eðlis sem er sem opinberir starfsmenn á kostnað almennings.
Kostnað sem felst í ákvörðunum er henta flokkum og stjórnarfari þeirra á hverjum tíma þar sem pólítisk framtíð flokka, vegur ofar
almannahagsmunum og sannfæring stjórnmálamanna gengur kaupum og sölum að virðist meðan bókhald flokka er leyndarmál þeirra hinna
sömu.