Ég ætlaði fyrst að svara greininni “(Ó)Afsögn stjórnmálamanna” en það var orðið það langt að það var efni í heila grein og ég væri til í að fá áfram haldandi umræðu um þetta, þannig að hérna eru mínar hugsanir um stjórnmál á íslandi.

merkilegt hvað menn komast upp með,t.d að byrja þingferil sinn í steininum!! halló er ekki eithvað mjög rangt við það og svo skiptir maðurinn um flokk en situr enn þá á þingi fyrir gamla flokkin, er það bara ég eða er ekki eitthvað rangt við þetta.
þetta er lísandi dæmi um hvað ráðamenn landsins er nákvæmlega sama um allt og alla og gefa okkur puttan án þess að blikna, hækka launin sín og horfa á forstjóra vini sína gera það líka og verða svo alveg brjálaðir ef lálauna fólk ætlar að gera slígt hið sama, við erum á góðri leið með að búa í stétta skiftu landi(spaugstofan geri góða sketsa um þetta á laugardaginn.)
nei þetta er allt sama pakkið og þess vegna sé ég ekki að þegar næstu kosningar koma skifti nokkru máli hvað maður kís því menn geta bara skift um flokka á þess að tala við kóng né prest og einn hættir þá eru menn svo fljótir að skifta um störf og enbætti að þú veist alldrei hvað gerðist, og það merkilega við þetta allt að þeir gera þetta allt með bros á vör og mæta í viðtöl og eru með útursnuninga og rugl og fynst þeir ekkert hafa gert rangt.
Og svo virist sem menn verða eithvað veruleika fyrtir við að komast inná þing,missi einhvernveiginn allt samband við almening og hugsa bara um að koma sér áfram og hafa sem mest völd.(þannig kemur þetta allavegana mér fyrir sjónir)

Svo þegar menn fá ekki sínu frammgengt þá fara menn í fílu eins og smástrákar, ég er að tala um neitunar vald forseta sem menn(man ekki hverjir, einhverjir líklegast úr sjálfstæðis flokknum) hóta að taka út úr stjórnar skrá, til að gera það þurfa menn að breita meira en einum lið því 26.grein stjórnarskráinnar fjallar um neitunar vald forsetans en í 2.grein seigir að Alþingi og forsetinn fari saman með löggjafar valdið og í 18.grein seigir að eftir að meirihluti þjóðþings hafi samþigt lög þurfi undirskrift forseta til að þau hljóti gild iog það eru fleiri greinar sem fjalla beint eða óbeint um málið. Nú er nemd í því að skoða breitingar á stjórnarskránni, en eru menn virkilega tilbúnir svona rósalegar breitingar og vesen af því þeir eru í fílu úti forsetan og afhverju eru menn svona hræddir við að forsetin geti látið þjóðina ákveða hvort að það eigi að samþikja lög eða ekki, en þeir eru að tala um að það komi annað kerfi í staðin sem sem er það flókið að menn hafa eiginlega ekki hugmynd um hvernig það ætti að virka, er þá ekki betra að hafa einn mann sem er kosin af þjóðini til að sjá um þetta?

Svo var ég að pæla, þegar alþingis menn skifta um skoðun á einhverju máli sérstaklega hita máli í þjóðfélaginu þá eru menn kallaðir hentustefnu menn og þar framm eftir götunum, er það einhver óskrifuð regla að menn verði alltaf að vera sammála formanninum eða yfirlístri stefnu flokksins, ég hefði haldi að það væri kostur ef menn geta séð af sér og viður kent að þeir höfðu rangt fyrir sér en ekki vaða áfram í blindni og hlusta ekki á rök annara.

En ég ætla ekki að hafa þetta leingra og vona að einhver hafi nent að lesa í gegnum röflið í mér.og já til að hafa þetta allt löglegt þá studdist ég aðeins við grein í stúdenta blaðinu um neitunar vald forseta íslands,mæli með þeirri grein.
je ne comprends pas ce qui est écrit ici!