Núverandi skipulag í aðalatvinnugreinum okkar Íslendinga, sjávarútvegi og landbúnaði er enn nær eingöngu undir formerkjum rányrkjustefnu frumskógarlögmálanna, á þann veg að við föngum fisk úr sjónum, mestmegnis með þungum toghlerum sem dregnir eru eftir hafsbotni af stórveiðiskipum, þar sem eyðilegging fæst ekki rædd af hálfu útgerðaraðila. Því til viðbótar er óhóflegu magni af smáfiski hent aftur í sjóinn, því enginn hvati finnst fyrir því í hinu heimskulega kerfi að hirða þann afla, sem eru verðmæti og gefa forsendur fyrir rannsóknum á Fiskistofnum svo fremi komi fram í aflatölum, annars ekki.

Fjöldinn allur af náttúruverndarsamtökum í heiminum hefur lagt fram staðreyndir um hvernig maðurinn er eyðileggja lífríki hafsins með þessum hætti en hér á Íslandi hafa menn aðeins áhyggjur af nokkrum strompum úr álverksmiðjum sem er í raun hjákátlegt.

Einhliða verksmiðjuframleiðsla matvæla í landbúnaði þjónar ekki þeim markaði afurða sem neytendur munu gera kröfu um m.a varðandi lífrænt framleiddar afurðir í framtíðinni, sem og hollustu þeirra hinna sömu afurða eðli máls samkvæmt.
Notkun tilbúins áburðar í íslenskum landbúnaði er óhófleg, og
skilar sér gegnum lífkeðjuna alla. Nýjasta dæmið eru tilraunir
stórbænda til þess að flytja inn stærri beljur frá Noregi.
Það eina sem vantar hér er að nautgripunum verði gefið plast, að éta, eins og gerst hefur víst úti, til viðbótar við þá hormónauppsrengingu sem núverandi framleiðsla inniheldur með
þeim aðferðum er við lýði eru.

Mig minnir að þriðja eða fjórða hver kú hér drepist úr júgurbólgu.

Um þetta má heldur ekki ræða af hálfu bændaforystuforkólfa, sem sjá ofsjónum til skammtímahagræðingar yfir verksmiðjubúskap, rétt eins og Landsamband Útgerðarmanna er manna verksmiðjur á hafi úti og lifa hvorir um sig í öruggu skjóli ráðamanna sem reyna að þrjóskast við núverandi stefnu fram að næstu kosningum, svo bíði ekki hnekki.

Kerfi þessi eru bæði atvinnuleysiskerfi er smala fólki á mölina,
og sjálfbæra þróun, og byggðastefnu ætti enginn ráðamaður að ræða um meðan að kerfi þessi eru við lýði í óbreyttri mynd,
því slíkt er einfaldlega lýðskrum og blekking.

Ef við hugsum ekki um þessa hluti í tíma þá bíður tíminn ekki eftir okkur.

gmaria.