það eru miklar líkur á því að Árni hafi brotið af sér og það verður rannsakað í kjölinn og ef allt er eins og nú virðist vera þá á hann að segja af sér.

þetta er það sem gerist þegar ríkið sér um fyrirtækjarekstur þetta bíður upp á spillingu þetta er bara gott dæmi um það þegar stjórnmálamenn sjá um að deila út verkefnum þá gera þeir það ekki á hagkvæmasta hátt heldur láta vini sína (Ístak í þessu tilviki)fá verkin og borga bara uppsett verð úr okkar vösum og láta svo laga garðinn sinn í leiðinni, það vissi ekki neinn að þessi nefnd væri starfandi .

svo eru okkar peningar notaðir til að undirbjóða sjálfstæðu leikhúsin þar sem mesti metnaðurinn og krafturinn er .

þetta mundi aldrei gerast í hlutafélagi þar sem allir reikningar eru á borðinu og ekkert er falið þannig að niðurstaðan er sú að við þurfum að stórauka einkavæðingu og koma þannig í veg fyrir svona spillingu því hún mun alltaf þrífast þar sem menn eru með óútfylltar ávísanir frá ríkinu og enginn að fylgjast með hvert penigarnir fara.