Sigur sannfæringunar yfir valdi er merki siðmenningunar
Ritgerð eftir Alfred Whitehead
Léleg þýðing yfir á íslensku: potent :)
Ath. Þetta er Bandarísk ritgerð sem fjallur um ástandið þar í
landi, en það má samt færa flest allt yfir á íslenska menningu.
www.self-gov.org

Of mörg lög

Of margir lagasmiðir grípa til þess ráðs að þvinga lögum upp á aðra
í stað þess að nota sannfæringarkraftinn til að leysa úr
vandamálunum. Þeir eru of fljótir á sér að setja reglugerðir eða
höft til að minnka áhrif vandamáls sem á sér mikli dýpri rætur í
samfélgainu í stað þess að reyna að leysa úr raunvörulega
vandamálinu, sem gæti þurft að foreldrar, kennarar, trúarleiðtogar
eða aðrir leiðtogar samfélagshópa þurfi að sannfæra fólk um að
breyta til betri vegar; opna augun.

Of oft halda pólitíkusar að ný prógröm sem þurfa nýja skatta sé
eina leiðin til að láta þegna borga fyrir eftirlaun,
heilbrigðisþjónustu, menntun og aðrar samfélgasþjónustur. “Fólk
vill bara ekki borga fyrir þetta sjálft” segja þeir, svo þeir
þvinga það bara til þess í staðinn.

Bandarískur Hæstarréttardómari, Oliver Wendell, sagði eitt sinn.
“Skattaálagningar er verðið sem við borgum fyrir að vera
siðmenntuð.” Er það ekki andstæðan sem er réttara? Skattálagning er
verðið sem við borgum fyir að hafa mistekist að búa til siðmenntað
þjóðfélag. Því hærri sem skattaprósentan er því meiri mistök. Þar
sem miðstjórnarkerfi er við völd er alger ósigur fyrir
siðmenninguna á meðan samfélagsþjónasta sem byggir upp á frjáslum
framlögum myndi vera endanlegur sigur.

Vegna þess að fólk er fátækt og er með lág laun,kemur
löggjafarvaldið, og setur reglur um lágmarkslaun og koma á fót
félagsmálastofnunum til að útrýma fátækt. Samt sem áður er fátækt
til staðar, ekki af því að það er ekki nóg af peningum, heldur er
skortur á hæfni, menntun og löngunni til að skara fram úr.

Samfélagið heimtar einhvern standard af menntun fyrir öll börn, og
þess vegna er það í lögum að öll börn verði að ganga í skóla í 10
ár, minnst. Einn svona skóli, Winter Park High School, er algerlega
lokaður innan girðingar. Nemendur þurfa skrifaðan passa með
viðurkenndri opinberri afsökun til að geta yfirgefið skólasvæðið.
Öll hliðin að skólanum er lokuð nema eitt á meðan skólatíma
stendur, en á því er varanlegur vörður til að fylgjast með nemendum
sem koma og fara. Núna nýverið setti stjórn Flórída fylkis í
Bandaríkjunum lög um svipta fólk ökuprófi ef það fellur úr skóla.
Þeir segja það, “nokkuð víst”, að nú hafi þeir útrýmt því að
nemendur detti úr skóla.

Að reyna að bæla niður vandamálin með afli býr bara til önnur
vandamál. Núna er það þannig að þeir nemendur sem ekki vilja vera í
skóla trufla hina sem vilja vera þar. Þeir sem sömdu lögin gleymdu
einu: Það að skylda börn í skóla er ekki það sama og að þau fái
menntun.

Það eru margir sem vilja ekki sjá að fólki sé mismunað eftir trú,
kynstofni eða kyni þegar kemur að ráðningum fólks til vinnu, eða
við íbúðarkaup, aðgang að skemmtistöðum og klúbbum. En samt í stað
þess að sannfæra fólk um að mismunun sé ekki æskileg hegðun og
siðferðislega ógeðfelld, þá setur löggjafarvaldið bara lög um
jafnrétti og mannréttindi allra eins og að gera hatur ólöglegt láti
vandamálið hverfa. Í staðinn, þvinguð samvera magnar oft upp
samband sem er nú þegar ekki vinsamlegt. Er fólk ennþá hissa
afhverju mismunun er ennþá mikið vandamál í þjóðfélaginu í dag?

Er samkeppnin við önnur lönd of erfið fyrir íslenskan iðnað? Er
þess vegna allt svo dýrt hérna? Það er hægt að leysa vandamálið í
einum grænum segir Þingið. Það þýðir ekkert að reyna að fá
fyrirtækin til að reyna að fjárfesta í betra vinnuafli eða
höfuðstól, eða reyna að minnka skattabirgði á fyrirtækin. Nei,
setjum bara tolla og álögur á innfluttar vörur og neyðum erlenda
aðila til að “play fair”. Það gerir okkur án efa mun
samkeppnishæfari við erlendan markað og heldur innlendum
fyrirtækjum enn á lífi, er það ekki annars?


Eiturlyf, Byssur og Fóstureyðingar
Er notkun vímugjafa vandamál á Íslandi? Setjum þá lög sem banna
notkun nokkurra ákveðinna sterkra eiturlyfja. Vill fólk enn nota
þau? Fáum þá fleiri löggur til að leita uppi eiturlyfja neytendur
og eyturlyfjasala. Það hlýtur að leysa vandamálið. Samt sem áður
eru þessi lög ekki að taka á raunvörulega vandamálinu, sem mundi
þurfa það að skoða af hverju fólk misnotar eiturlyf og finna leiðir
til að koma á móts við þarfir þeirra á uppbyggilegan hátt. Með því
að banna óæskileg efni náum við ekki að sjá undirliggjandi
ástæðunar fjölgandi tilfellum misnotkunar unglinga og fullorðna á
eiturlyfjum, og við náum ekki að kynnast kostum efnanna sem gætu
nýst okkur í heilbrigðisgeiranum. Ég fanga þeim sem með sinni
sjálfboða vinnu og frjálsum framlögum eru að reyna að taka á þessu
vandamáli, eins og að halda áfengislausar skemmtanir fyrir
útskriftarnemendur og að halda uppi forvarnarstarfi gegn
eiturlyfjum. Tóbak er að verða minni og minna vandamál í dag og er
það niðurstaða af menntun, og eiturlyfjaneysla getur vel farið á
sömu braut ef það er byrjað að horfa á þetta sem heilsufarslegt
vandamál í stað glæpamáls.

Fóstureyðingar er erfitt mál, við erum öll sammála um það. Réttur
hvors á forgang, barnsins eða móðurinnar? Hvenær byrjar lífið, við
getnað eða fæðingu?

Íhaldssamir pólitíkusar voru alveg hneykslaðir á þeim fjölda
löglegra morða sem taka sér stað á hverju ári um allan heim.
Hvernig er hægt að vera sannur elskandi föðurlandsins á meðan þetta
viðgengst? Svarið var einfalt: Bönnum fóstureyðingar! Neyðum konur
í að eignast óvænt, óvelkomin börn. Það mun leysa vandamálið. Þessi
skyndilausn er án efa búin að leysa þetta vandamál samfélagsins sem
var þjóðarmorð.

Væri ekki betra að reyna að svara fyrst mikilvægustu spurningunni í
sambandi við þetta mál, “Af hverju eru fóstureyðingar eins algengar
og raun ber vitni og hvað getum við gert til að koma í veg fyrir
óvelkomnar meðgöngur?”. Eða, að þegar óvelkominn meðgang gerist,
hvernig getum við sannfært móðurina um að skoða aðrar leiðir, eins
og til dæmis ættleiðingu?

Glæpir eru líka vandamál í dag. Það eru til þeir sem vilja banna
skammbyssur, rifla og önnur skotvopn, eða allavega láta það vera
undir ströngu eftirliti, til að reyna að minnka glæpi. Við getum
stoppað morðin og öll glæpavandamál með því að taka í burtu vopnin
til að fremja morð. Engar byssur, engin morð; einfalt, ekki satt?
Samt er bara verið að breyta útvortis einkennum en enginn áhugi er
sýndur á því sem gerir fólk að morðingjum og engar leiðir fundnar
til að gera einstaklinga óofbeldisfulla til að byrja með.

Löggjafarvaldið á að fara sér hægt í það að setja lög sem forða
okkur frá okkur sjálfum. Á meðan þeir hamra á réttindum kvenna um
“réttinn til að velja” í einu svæði, þá neita þeir konum og körlum
um þann rétt á öðru svæði. Því miður er löggjavarvaldið fljótfært.
Ökumenn nota ekki bílbelti, setjum lög sem skylda þá til þess.
Mótorhjólafólk notar ekki hjálma, setjum lög og skyldum þá. Við
(löggjafarvaldið) munum þvinga fólk til að taka ábyrgð.

Meira en bara frelsi

Hvernig komumst við eiginlega í þessa aðstöðu, þar sem
löggjafarvaldið er knúið til þess að setja lög um það hvernig við
högum okkur í því nafni að “þetta er ykkur fyrir bestu”?
Oftar en ekki getum við sjálfum okkur um kennt.

Ekki flókin kennslustund: Ef við ætlum að halda í einhvað af okkar
persónulega og fjárhagslega frelsi er eins gott að við förum að
haga okkur skynsamlega, annars verður frelsið hreinlega tekið af
okkur með valdi. Allt of margir halda að frelsi sé rétturinn til að
haga sér óábyrgt. Þeir halda að það sé samasemmerki á milli þess að
það sé leyfilegt að fara í fóstureyðingar og þá fari allir í
fóstureyðingu, frelsi til að nota eiturlyf þýði að allir verði á
eiturlyfjum, það að fjárhættuspil séu leyfð og þá fari allir að veðja.

Það er ekki að ástæðulausu sem Prófessor Whitehead notaði orðið
“sannfæring” í stað “frelsis” til að lýsa fyrirmyndar siðmenntuðu
þjóðfélagi. Orðið “sannfæring” inniheldur nefnilega bæði það frelsi
til að velja og ábyrgð. Því til þess að sannfæra þarf að hafa
siðferðislega rétta heimsspeki, kerfi sem inniheldur rétt og rangt,
sem þú getur stjórnað sjálfur. Það þarf að sannfæra fólk um að gera
rétt, ekki af því að það verði að gera það, heldur af því það
langar til þess.

Það er ekki mikil umbun í því að gera rétt ef einstaklingar eru
skyldaðir til að gera það. Karakter og ábyrgð er byggt inn í fólk
þegar það velur rétt yfir rangt, ekki þegar það er neytt með valdi.
Hermaður mun finna miklu meira fyrir sigri ef hann skráði sig
sjálfur í þjónustuna í stað þess að hafa verið kvaddur í herinn. Og
menntaskóla fólk mun ekki geta skilið þá gleði sem fylgir því að
vinna fyrir samfélagið ef það er neytt til þess með “skyldu-vinnu”
til að fá gráðu úr skóla.

Að sjálfsögðu munu verða til einstaklingar í frjálsu samfélagi sem
munu taka rangar ákvarðanir, sem verða eiturlyfjaneytendur, neita
að nota bílbelti eða nota hjálma, sem munu meiða sig á að nota
flugelda og sem munu detta úr skóla. En það er gjaldið sem við
borgum fyrir frjálst samfélag, þar sem einstaklingar læra af sínum
mistökum og reyna að halda áfram að gera heiminn að betri stað.

Í þessu samhengi, svörum einni stórri spurningu, “frelsi og
siðferði: getum við haft bæði?” Svarið er að sjálfsögðu já, ekki
nóg með að við getum haft bæði, við verðum að hafa bæði, því annars
endum við upp með hvorugt. Eða eins og Sir James Russel Lowe sagði,
“The ultimate result of protecting fools from their folly is to
fill the planet full of fools.”

Mottó okkar ætti að vera: Kennum þeim réttu grundvallaratriðin, og
leyfum þeim að stjórna sér sjálf.“

Frelsi án ábyrgðar leiðir til loka siðmenningar, eins og Rome og
aðrar miklar siðmennigar fortíðarinnar sanna. Alexis de Tocqueville
sagði: ”Despotism may govern without faith, but liberty can not.“
Og í svipuðum dúr sagði Henry Ward Beecher, ”There is no liberty to
men who not know how to govern themselves.“ Og Edmund Burke
skrifaði, ”What is liberty without wisdom and without virtue?“

Stjórnmálaleiðtogar í dag sína sitt lága álit á þegnum sínum með
hverju einsastu félagslegu lögum sem sett eru. Þeir trúa því að ef
fólkið fær frelsi til að velja að þá það velji rangt.
Löggjafarvaldið finnur enga þörf til að sannfæra fólkið í landinu
um nokkurn skapaðan hlut; og þeir finna líka þá þörf að þvinga
sínum lögum upp á aðra með ofbeldi ef þörf krefur.

Áskorun til allra þeirra sem vilja frelsið
Takið þið hæsta hólinn í siðferðislegu baráttunni. Það virkar miklu
betur ef við segjumst styðja afnám við bönnum á eiturlyfjum og
velja að nota þau ekki. Það að við munum þola það að fóstureyðingar
verði ekki ólöglegar, en notum ekki fóstureyðingar sjálf. Það að
við viljum að fólk ákveði sjálft hvort það eigi skotvopn, en notum
þau ekki sjálf. Það að við viljum að einstaklingar megi hittast og
gera hvað sem þeir vilja í einrúmi og að við fordæmum þau ekki.

Í sönnum anda frelsisins sagði Voltaire einu sinni. ”I disapprove
of what you said, but I will defend to the death your right to say
it“. Ef við eigum að vera árangursrík í að sannfæra aðra um kosti
umburðarlynds heims verðum við að taka rétta siðferðislega ákvörðun
og segja, ”Ég er ekki endilega sammála því sem þú gerir, en ég mun
verja þinn rétt til að gera það.“

Í stuttu máli, mín sýn á ábyrgt frjálst þjóðfélag er þjóðfélag er
dregur úr hinu illa án þess að banna það. Að við gerum börnum okkar
grein fyrir afleiðingunum af eiturlyfjanotkun og annari óábyrgri
hegðun. Og eftir að við höfum gert það sem við getum og þau velja
samt að nota þau, þá er það þeirra forréttindi. Í frjálsu samfélagi
verða einstaklingar að hafa réttinn til að gera rangt, svo
framarlega sem þeir ógna ekki öðrum eða eignum annara.
Einstaklingar verða líka að taka afleiðingum gjörða sinna því
þannig lærir fólk af mistökum og velur kannski skynsamlegar næst.

Við getum hvatt fólk til að nota ekki vændi eða klám með því að
einangra það við ákveðin svæði og ákveðin aldur en við setjum samt
ekki fólk í fangelsi né beitum fjársektum á þá sem velja að gera
þetta, enda þeirra einkamál. Ef einhver opnar klámbúð í þínu hverfi
ekki hlaupa til löggjafarvaldsins og biðja um að sett verði lög sem
banna þetta, farðu í búðina og talaðu við aðilann og talaðu við
aðra viðskiptavini búðarinnar. Ef þín trú segir að það sé bannað að
vinna á Sunnudögum ekki biðja um að öllum búðum sé lokað á
Sunnudögum, heldur ekki fara í búðina á sunnudögum. Ef þér finnst
of mikið ofbeldi eða nekt í sjónvarpinu, ekki skrifa og biðja um
bönn við hinu og þessu sem er í sjónvarpinu, slepptu frekar að nota
vörurnar sem sjónvarpið auglýsir og reyndu að fá fólk með þér í það.

Fyrir nokkrum árum ákváðu eigendur Seven-Eleven að fjarlægja öll
klámrit úr sínum búðum. Þeir gerðu það ekki af því að lögin
kröfðust þess heldur af því að fólk kom og sannfærði það um að gera
það, því annars hefðu þeir tapað mörgum viðskiptavinum. Svona
aðgerðir eru í anda Frelsis.

Frelsis Elskendur ættu að vera styrkir stuðningsaðilar stonfnana
sem þurfa að reka sig sjálfar, góðgerðarsamtök, einkaskólar,
sameignarsjóðir fyrir hjálparþurfi, einkavæðingu, kirkjur sem
reknar eru án ríkisstyrkja. Og endilega reyna að styrkja sem flest
ef og af því að það er í þínu valdi að gera það. Ekki treysta á þá
sem þurfa að nota vald til að fá hlutina í gegn, eins og stofnanir
á vegum ríkisins, til að mennta fólk og sem nota skatta sem
skyldu-góðgerðarsamtök. Það er ekki nóg að borga skatta og kjósa og
halda að maður sé búinn að gera sitt.

Það er skylda hvers og eins sem vill frelsi til að sannfæra heiminn
um það að það verði að nota kraft sannfæringarinnar til að leysa úr
vandamálunum en ekki þvingun og ofbeldi. Hvort sem það er innlent
vandamál eða erlent, þá verðum við að sjá það að setja ný lög eða
fara í stríð er ekki endilega eina lausnin við vandamálunum. Að
setja lög sem banna útvortis afleiðingar vandamálsins er það sama
og sópa vandamálinu undir teppið. Teppið hylur óhreinindin en þau
eru þarna samt sem áður. Það þarf að losa vandamálið alveg og
endanlega.

Frelsi undir lögum

Þessi aðferðarfræði þýðir ekki að lög verði ekki til. Fólk á að
hafa frelsi til að gera það sem þeim langar svo framarlega sem það
treður ekki á rétti annara. Reglur og reglugerðir, eins og
umferðarlög, þurfa að vera og verða fylgt eftir af einkaaðilium og
stofnunum svo að frjálst samfélag gangi upp. Það eiga að vera lög
sem kveða á refsingu um svik, þjófnað, morð, mengun og samningsrof,
og þessi lög ætti að framfylgja með eftirfarandi grunnrelgu að
viðmiði; refsingin á að hæfa glæpnum. Og það ætti að nota lögin af
fullum þunga til að sekta og fangelsa sakafólk og verja réttindi
þeirra saklausu. Samt sem áður innan þess lagaramma á að leyfa
hámarks frelsi í að leyfa fólki að velja það sem því finnst, og
gera sjálfum sér án þess að skaða aðra.

Að sannfæra almenning um að skilaboðin ”sannfæring er sigur
siðmenntunar, ekki valdbeiting" mun kosta mikið erfiði en það getur
verið mjög gefandi. Lykillinn því að gera frelsið eftrisóknarvert
er að koma staðreyndunum á framfæri svo að fólk sjái rökin í því
sem við segjum, og byrja samræður við fólk sem er ekki sammála.
Áhersluatriðin eiga að liggja í að upplýsa fólk og nota
sannfæringarkraftinn, ekki rífast og kalla fólk nöfnum. Af því að
við munum aldrei breyta okkar stjórnmálaleiðtogum fyrr en við
breytum fólkinu sem kýs þá.

Sýn á fyrirmyndarþjóðafélag

Martin Luther King gaf fræga predikun í Lincon Minningargarðinum á
miðjum sjöunda áratugnum. Í henni, sagði King að hann hefði sýn á
fyrirheitna landið. Ég hef líka sýn um fyrirmyndarþjóðfélag.

Ég hef sýn um heimsfriðið, ekki af því að herinn hefur verið fyrir
kallaður til að halda uppi reglu, heldur af því að við höfum frið
innan frá og vináttu hverrar þjóðar.

Ég hef sýn á alheims velsæld og enda fátæktar, ekki útaf
skyldu-hjálp til erlendra ríkja eða af því ríkisstjórnin er með
félagskerfi, heldur af því að hver einstaklingur hefur
uppbyggjandi, skilvirkt starf þar sem hver hæfileiki er heiðarlegur
og öðrum til framdráttar, bæði seljanda og kaupanda, og þar sem við
viljum ákaft hjálpa öðrum af sjálfsdáðum.

Ég hef sýn á verðbólgulausa þjóð, ekki af því að við stjórnum verði
og launum með lögum, heldur af því að við höfum heiðarlegt
fjármálakerfi.

Ég hef sýn á glæpalaust samfélag, ekki af því að við höfum
lögregluna á hverju horni, heldur af því að við virðum rétt og
eignir annara.

Ég hef sýn á eiturlyfjalaust land, ekki af því að þau eru bönnuð,
heldur af því að við viljum lifa löngu og heilbrigðu lífi.

Ég hef sýn á fóstureyðingalaust samfélag, ekki af því að
fóstureyðingar eru bannaðar, heldur af því að við trúum á friðhelgi
lífsins, kynferðislega ábyrgð og fjölskyldu gildi.

Ég hef sýn á hreina og umhverfislega traustan heim, ekki útaf dýrum
stjórnunum og umdeildum reglugerðum, heldur útaf því að
einkafyrirtæki hafa í heiðri sitt brautriðjendastarf og hollustu
við þróun vinnslunar í stað þess að eyða eldsneyti jarðar.

Ég hef sýn á frjálst samfélag, ekki af því einræðisherra skipar
það, heldur af því að elskum frelsið og ábyrgðina sem því fylgir.

Eftirfarandi orð, tekin úr gömlum mótmælenda sálm og það vill svo
skemmtilega til að höfundur að er nafnlaus, tjáir það sem hver
maður og hver kona sækist eftir í frjálsu samfélagi.

Know this, that every soul is free
To choose his life and what he'll be;
For this eternal truth is given
That God will force no man to heaven.

He'll call, persuade, direct aright,
And bless with wisdom, love, and light,
In nameless ways be good and kind,
But never force the human mind.
—————————————-

Svo langt er það mál. Þetta er ekki mjög mikið efni ef taka á
tillit til umfangs. Vonandi hafa sem flestir nennt að lesa þetta.
Þetta er kannski ekki besta þýðing í heimi en ég vona að skilaboðin
hafi komist til skila.
Endilega tjáið ykkur um þetta.
www.self-gov.org

friður
potent