Ég hef þann galla að vera sjaldnast sammála því sem er í umræðunni á hverjum tíma og leytast alltaf eftir því að vera ósammála þeim er hafa málið hvort sem þeir eru til hægri eða vinstri.
Hversvegna fer fólk í pólitík? Gæti það verið vegna þess að þar fær fólk tækifæri til þess að láta gott af sér leiða eða vera að vinna aðeins hálft árið. Launin eru alveg þokkaleg en er ekki möguleiki á því að menn séu í vinnunni eitthvað meira en hálft árið.
Það er virkilega gaman að fylgjast með umræðum á alþingi, þessir 3 sem eru í salnum á hverjum tíma taka oftast virkan þátt í umræðunum og skamma tóman salinn grimmt.
Spurningin er þessi sem við ættum öll að velta fyrir okkur er ekki kominn meira en tími á að fjölga þingmönnum.
Þessi fjöldi þingmanna er búinn að vera allt of lengi og miðað við fjölgun okkar Íslendinga ætti að vera kominn meira en tími á að fjölga þingmönnum umtalsvert þar sem fróðir menn segja að mikið álag sé á þessum þingmönnum og þá sérstaklega í minni stjórnmálaflokkum.
Fleiri þingmenn, meiri möguleiki á að minni þingflokkarinir verði stærri og það vinnuálag sem er á þeim þingmönnum verði létt.
Ég hafna algjörlega tillögum Samfylkingarinnar um fækkun ráðherra þeim ber að fjölga í samræmi við heimtingu okkar þegnanna á fleiri þingmönnum.
Hefur einhverntíma verið gerð álagsmæling á þingmönnum. Hafa menn velt fyrir sér að réttast væri að hver þingmaður fengi sér fulltrúa til að létta undir með sér vegna álags.
Eru þau laun sem þingmenn fá fyrir sitt starf nógu há eða er það ekki sjálfsagt að þau verði endurskoðuð hið snarasta.
Ljóst er að þetta verður allt að skoða og heimta ég hlutlausa nefnd skipuð af alþingi til að fara yfir þessi mál og að alþingismenn fá leiðréttingu á kjörum sínum, vinnutíma og álagi.