Ég hef tekið eftir því að ekki má byggja upp stóriðjur annar staðar en í nálægð Höfuðborgarinnar. Umhverfisverndarsinnar ganga hreinlega af göflum yfir því að virkjað verði fyrir Austan og byggð þar stóriðja. En er ekki þá hægt að stoða aðra kosti. Eftir því sem mér skilst eru Norðmenn hættir að virkja rafmagn með vatnsfallsvirkjunum og nota í stað þess vindmyllur. Bæði er þetta ódýrari kostur og minna náttúruskaðlegur. Við eigum fullt af landi sem er í auðn, þar væri hægt að setja niður vindmyllur. Við vindmyllunar þrífst reyndar ekkert fuglalíf, vegna hávaða, en ég spyr afhverju geta íslendingar ekki skoðað þennan kost í alvöru. Með þessum hætti væri hæglega hægt að koma fyrir vindmyllum út um allt land til að framleiða rafmagn og spara raflínulagnir. Væri þá ekki hægt að bjóða landsbyggðinni rafmagn á lægra verði til framleiðslu s.s. gróðurhúsa og annarra framleiðslu. Það er ekki bara það að fólkið vilji búa úti á landi heldur á það enga kosti, nema þá að selja húsnæði sín á smánarlegu verði og flytja nær eignalaus á mölina. Þar tekur við húsnæðisekla og erfiðleikar við að fá störf við hæfi, jafnvel atvinnuleysi. Því tek ég undir það sem áður var sagt að utanbæjarmenn á Íslandi má flokka undir flóttamenn, en fá ekki þá fyrirgreiðslu sem erlendir flóttamenn fá hérlendis.
Kvótaglæpir Framsóknarflokksins mun dæma hann af í stjórnmálum, fólk mun ekki sætta sig við þessa misheppnuðu fyrirgreiðslu og forræðishyggju pólitík. Hver man ekki eftir því hvernig vinnuástandið var betra áður en kvótkerfið í sjárvarútvegi var sett á. Hver man ekki eftir bændum sem voru hvattir hömlulaust til að setja niður minnka- og refabú. Það minnkaði og minnkaði og svo var það allt búið og fullt af einstaklingum gjaldþrota! Fyndið? Hver man ekki eftir smölun í laxa og silungaeldi?
Það var ausið fé fyrirhyggjulaust, til að stofnsetja hvert eldið af öðru og svo hrundi allt! Svo var það kúa- og fjárkvóti. Býlin voru keyrð niður svo áður en hendi væri veifað urðu bændur fátækasta stétt landsins. Yfir 50% bænda lifir undir fátæktarmörkum. Núna keyra allir á ferðamannaþjónustu, þú ekur varla framhjá sveitabýli án þess að þar sé auglýst gistiaðstaða og annar ferðatengdur iðnaður.
Það er aðeins spurning hvenær offramboðið og undirboðin verði það mikil að enginn getur lifað af þessu lengur. Það eru nefnilega ekki allir sem geta upp á eigin spýtur fundið sér frumlegt og góða starfsemi sér og sínum til lífsframfærslu og gerst atvinnurekendur. Það m.a. er ástæðan fyrir þí að fólk hlaupið svona eftir þessum misvitur stjórnvaldsaðgerðum sem ég hef talið hér upp.
Við þurfum að gæta vel að náttúru landsins og auðlendum, því er ekki sama hvernig staðið er t.d. að fiskveiðum.
Ég sem Reykvíkingur, þekki varla manneskju hér sem ekki á eitthvað jarðnæði úti á landi sem hann/hún hefur fengið fyrir skít á priki. Svona hoppýstað.