Við megum ekki gleyma sögunni okkar Hver hefur ekki heyrt um alþýðubaráttuna? Baráttu verkalíðsins?

Sannleikurinn er sá að mörg af þeim réttindum sem við lítum á sem sjálfsögð núna væru ekki til ef það væri ekki fyrir baráttu alþýðunar gegn auðvaldinu. Og hvaða pólítisk stefna haldið þið að hafið staðið á bak við þetta? Sósíalisminn. Stefna sem nú er grafin niður og gleymd. UM leið og maður nefnið það að maður sé sósílalisti fær maður fullt af skítkasti á sig.

Núna í þessum dögum þá er Sjálfstæðisflokkurinn það sem var áður Auðvaldið. Auðþýðubandalagið varð að Vinstri Grænum og gamli kommúnistaflokkurinn og verkalýðsbandalagið runnu saman og heita nú Samfylkingin (athugið að ég er ekki allveg 100% viss með þetta síðasta).

Ég á mjög erfitt með að skilja hvernig launafólk nú á dögum getur yfirleitt kosið auðvaldið, Sjálfstæðisflokkinn. Þeir eru að berjast þvert gegn því sem alþýðan og alþýðubandalagið börðust fyrir. Maður sem kýs Sjálfstæðismenn er að vanvirða baráttu alþýðunar hér á árum fyrr.

Það er ennþá hægt að skipta inn pólítiík í vinstri eð ahgri að mínu mati. Það er mjög einfalt - peningar eða fólk? Hagur einstaklingsins eða hagur hópsins? Hægri eða vinstri.