Ég var að lesa hérna litla grein á forsíðu Morgunblaðsins þar sem segir frá því að þingmenn á Bretlandi keppi árlega í því að fleyta gúmmíöndum niður Thames ánna í London, allt er þetta gert í góðgerðarskyni og hagnast sennilega langsjúk börn, og fleiri sem þurfa hjálp, sennilega best á þessu.

Afhverju geta íslendingar ekki gert eitthvað þessu líkt til þess að virkja alþingismennina okkar í að gera eitthvað sem hefur sýnileg áhrif og til þess að minna okkur á það að þeir eru að vinna fyrir okkur.

Alþingismenn hafa allavegna alveg nógu há laun fyrir til þess að vera að setja svona smotterí fyrir sig í góðgerðarskyni.

- Pixie