Það er ekki nóg að hafa kvóta á fiskistofna til veiða, ef veiðarfæri þau sem notuð eru, raska eða eyðileggja hluta lífríkis hafsins. Togveiðihlerar stórveiðskipa sem skrapa botninn og ryðja til dæmis burtu heilu kóralrifjasvæðunum, eins og Norðmenn sýndu fram á með neðansjávarmyndatökum, hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga.

Hlutfall stórveiðiskipa annars vegar og smábáta hins vegar í fiskiskipaflotanum í heild, þarf að skoða með það að markmiði að nýting hafsvæðanna sé í sátt við móður náttúru.

Í raun er það afskaplega margt sem mælir mót, mjög mörgum stórum skipum.
Í fyrsta lagi olíukostnaður, í öðru lagi, notkun botnveiðarfæra. og í þriðja lagi, annmarkar núverandi kerfis sem við lýði er sem er of mikið, frákast á fiski. Því stærri veiðarfæri, því meira brottkast. Í fjórða og síðasta lagi, slíkt skilar ekki nægilegri hagkvæmni, þ.e. hráefnavinnsla, aðeins frystur fiskur seldur beint úr landi, ( með miklum tilkostnaði við veiðar ).

Það sem aftur mælir með aukinni hlutdeild smábáta er minni olíukostnaður, náttúruvæn veiðarfæri, minna brottkast, og síðast en ekki síst, vinnsla í landi, þar sem hægt er að flokka fisk er kemur að landi, og fullvinna með ýmsu móti, til útflutnings sem
mun verðmeiri útflutningsvöru.

Fleiri störf til handa fleirum, í aðalatvinnuvegi þjóðarinnar, er jafnframt eitt markmið sjálfbærrar þróunar, sem leiða myndi af sjálfu sér með aukinni smábátaútgerð.

Ég myndi vilja sjá núverandi stjórnvöld stíga það skref að skipta núverandi fiskveiðikerfi í tvennt, annað undir formerkjum umhverfismarkmiða sjálfbærrar þróunar, og helming fiskveiðikvóta
til handa kerfinu í núverandi mynd. Um þetta skipulag myndi skapast sátt, því auðvelt væri að bera saman hagkvæmni þegar fram líða stundir, og auka eða minnka við annan hvorn helming í kerfunum með tilliti til þjóðhagslegrar hagkvæmni.