Það er hörmulegt til þess að vita að enn hefur stjórnvöldum ekki tekist að koma af stað nokkrum þeim aðgerðum t.d. í formi aðlögunarstyrkja svo bændur geti með mögulegu móti snúið sér að
lífrænni ræktun, og nytjun lands, ( og mannvirkja ) í stað þess að láta það fara í auðn.

Lög um lífræna framleiðslu litu dagsins ljós, árið 1994 að mig minnir, en fátt annað hefur gerst af hálfu
hins opinbera, eins og áður segir, en fátt er mikilvægara hvað varðar framfylgni umhverfis og byggðamarkmiða hvers konar, að bændur eigi þann valkost að snúa sér að lífrænni ræktun.

Neytendur eiga að geta átt þann valkost á Íslandi að kaupa lífrænt kjöt rétt eins og mjólk, og raun allar þær lífrænu afurðir sem við getum mögulega framleitt til hliðar við verksmiðjuframleiddar afurðir sem eru uppistaðan í búvöruframleiðslu nú.

Stækkun og fækkun búa var talin forsenda þess að hægt væri að lækka verð til neytenda á sínum tíma. Sú hefur því miður ekki orðið raunin, því stórbúin hafa fjárfest í alls konar tækjum og tólum og verð afurðanna því staðið í stað.
Jafnframt var því haldið fram að þessi “ einhliða hagræðing ”
til handa fáum stórum, væri forenda þess að við íslendingar gætum tekið þátt í alþjóðlegri samkeppni í matvælaiðnaði.
Reynt var að markaðssetja “ vistvænanr verksmiðjuafurðir ” utanlands en það gekk ekki enda vistvænar hugmyndir langan veg frá
lífrænni framleiðslu.

Ég lít svo á að strax í dag þurfi að taka upp tvö kerfi í landbúnaði, annað umhverfisvænt ( lífrænt ) og helmingur má vera undir núverandi framleiðsluháttum.
Aðlögunarstyrkir eru nauðsynlegir sökum þess að jarðveg ti lífrænnar framleiðslu þarf að friða ákveðinn tíma uns ræktun hefst.
Íslendingar eiga nefnilega mikla möguleika til markaðssetningar afurða af þessu tagi erlendis, svo fremi standist staðla og vottun.