Áður en ég held lengra þá ætla ég einfaldlega að segja það strax, þetta verður samhengislaust röfl um hin ýmsu mál. Hér verður ekki leytast við að svara neinum spurningum eða koma fram með neinar niðurstöður um neitt af þeim málum sem ég hyggst minnast á enda löngu búinn að missa trú á stjórnmálum.
Össur Skarphéðinsson er með einum pistli nánast búinn að afskrifa borgarstjórann í Reykjavík með því að uppljóstra um verst geymda leyndarmál Reykjavíkurlistans um val á síðasta borgarstjóra.
Oddviti Samfylkingar var of sterkur að mati Framsóknar til að fá borgarstjórastólinn.
Dagur B. Eggertsson eini “ óháði ” pólitíkusinn á Íslandi er hættur í pólitík, ætlar að flytja til Danaveldis. Er þetta jákvætt eða neikvætt, ekki hugmynd en leiðilegt að missa úr pólitíkinni “ óháðan ” stjórnmálamann.
Vg. fannst kominn tími til að fara í stjórnarandstöðu í borgarstjórn.
Sprengdu valdabandalagið og annar borgarfulltrúa þeirra segist sjá svart þegar hún sæi íhaldið og myndi aldrei starfa með Sjálfstæðisflokknum. HUM
Ingibjörg hlýtur að láta það verða sitt fyrsta verkefni eftir að vinstri flokkurinn Samfylkingin vinnur kos'07 að hringja í vg og bjóða þeim að vera með, fyrirmyndar samstarfsflokkur.
Eftirlitsmyndavélar, ja george orwell.
Ég styð það með heilum hug að það sé óásættanlegt annað en að í lýðræðisríki sé skýlaus krafa um að hægt sé að fylgjast með þegnum landsins allstaðar. Fjölga mætti myndavélum um hundruðir þúsunda til þess að vakta og flygjast með því hvað fólk er að gera.
Alveg sama hvað þú kýst litli minn alltaf ræður Framsókn svo það er alveg eins gott fyrir þig að merkja bara við xb sem oftast.
Kódinn á heima hjá kódakóngunum ekki hjá þjóðinni, við vitum ekkert um þetta leyfum þeim að hafa þetta fyrir sig og sína.
Ég spái því að innan örfárra ára eða áratuga þá eigum við eftir að sjá breytingar á stefnu í flugvallamálinu. Ég er alveg viss um og það er mín skoðun að annaðhvort verður flugvöllurinn áfram í vatnsmýrinni eða hann verður fluttur eitthvað annað, þetta er alveg skýrt í mínum huga.
Jæja nóg með það, ætla út í sjoppu og kaupa dv.