Mér þætti gaman að vita hvort mönnum finnst vanta eitthvað í flokkaflóruna íslensku og þá helst hvað ?
Nú hafa menn hér flokka er teljast hafa gengið nokkuð langt
í frjálshyggju kapítalismans, svo langt að jaðrar við mörk kommúnisma á köflum. Þá á þar við stóriðjustefnu, markaðsbúskapar, í aðalatvinnuvegum, og tilraunir til þess að markaðsvæða alla skapaða hluti í fámennu samfélagi, ,er hefur aftur leitt til einokunar og blokkamyndana.
Á hinn bóginn höfum við vinstri menn er hafa að nokkru leyti látið sig varða afmarkaða þætti umhverfismála, og að hluta til félagshyggjuþætti og hafa haldið upp merkjum einhverrar stjórnarandstöðu að hluta til.
Því til viðbótar í flokkaflóru, eru miðju vinstri menn, sem reynt hafa að sameina alla flokka á vinstri væng án þess að slíkt tækist til fullnustu og nokkuð merkilegt að þar hafa gufað upp margir virkir stjórnmálamenn er voru virkir í þáttöku í þjóðmálum opinberlega eftir formlega stofnun þessa flokks.
Einnig náði flokkur andstæðinga kvótakerfis, hægra megin við miðju mönnum á þing í síðustu kosningum og eins merkilegt og það nú er þá má segja að meira hafi heyrst í þeim litla flokki í stjórnarandstöðu í ræðu og riti en sameinuðum vinstri miðjumönnum.
Virk stjórnarandstaða er nauðsynleg í lýðræðisríki, nákvæmlega sama hvaða flokkar sitja við völd, hverju sinni.
Ég spyr aftur finnst mönnum vanta ný sjónarmið í íslenska pólítik, og þá hvers konar ?