Sæl öll,

Ég er að fá alveg þvílíkt slæmt álit á þessum svokölluðu Evrópusinnum. Fyrst berjast þessir aðilar fyrir því að við lögtökum EES-saminginn fyrir 10 árum og neita fullum hálsi því að samningurinn komi til með að skerða sjálfstæði Íslands og nú eru víst helsta vopn þeirra í þeirri viðleitni sinni til að narra íslensku þjóðina inn í Evópusambandið að EES-samningurinn skerði svo sjálfstæði okkar að við getum ekkert annað í stöðunni nema ganga í ESB til að við getum haft áhrif á þær reglurgerðir sem við erum að fá í hausinn frá ESB í gegnum EES-samninginn.

Gallinn við þetta allt er auðvitað sá að þó EES-samingurinn skerði sjálfstæði þjóðarinnar talsvert þá værum við aðeins að gera slæmt ástand í þeim málum verra með aðild að ESB því þá fengjum við allan reglugerðafrumskóg ESB í hausinn og hefðum svo að segja alls engin áhrif á hann frekar en fyrr. Staðreyndin er nefnilega sú að af 460 þingmönnum á Evrópuþinginu munum við fá í mesta lagi 2-3 sem þýðir 6-7 sinnum minni áhrif en Frjálslyndi flokkurinn hefur á Alþingi og hans áhrif eru nánast engin.

En aðalatriðið er að það getur vart talist að þeir Evrópusinnar séu að starfa með þessu brölti sínu í þágu íslensku þjóðarinnar og hagsmuna hennar. Þeir eru einfaldlega að starfa í þágu Evrópusambandsins og einskis annars, þ.e. erlends valds. Og hvað heitir slíkt á mannamáli?

Kveðja,

Ritte
Með kveðju,