Það sem ég er að velta fyrir mér þessa dagana eru þessar blessuðu borgarstjórnarkosningar sem verða næsta vor.( Þetta er sívinsælt umræðuefni og því aldrei of oft í boði umræða um þetta rugl ).
Í dag situr fullt af góðu&áhugasmömu fólki í lokuðu herbergi á svæði 101 og reyna að semja um áframhald eða lokun okkar ástkæra Reykjavíkurlista sem hefur haft völdin í fullt af árum.
Finnst mörgum a.m.k öllum Sjálfstæðismönnum sá valdatími orðinn full langur og langar að fara að taka við valdasprotanum aftur og leiða Reykvíska þegna með nýjar hugmyndir&loforð.
En um hvað snýst þetta og hver á endanum ræður þessu öllu.
Ég hef ákveðna kenningu sem ég vil deila með ykkur, a.m.k með þeim sem eruð ennþá að lesa þetta bull frá mér sem mér finnst nú ekki enn kominn neinn punktur í en sit þó punkt fyrir aftan þessa setningu nú.
Er Reykjavíkurlistinn sá sami og fyrir fullt af árum þegar grasrót vinstrimanna fann sér skjól undir pilsfaldi Ingibjargar Sólrúnar þeirrar merku&virtu konu sem í dag er formaður stæsta vinstriflokks á Íslandi í dag, sumir segja reynar að Samfylkingin sé jafnaðarmannaflokkur en mér finnst hann bara vera vinstri flokkur.
Sumir ( það hljóta að vera einhverjir sem halda það, hlít að hafa heyrt það einhversstaðar, ef ekki þá einfaldlega er mig að misminna, who cares ) vilja meina að Reykjavíkurlistinn sé valdabandalag þar sem örfáir einstaklingar ráði öllu og hlusti ekki á neinn og hafi fjarlægst þessa grasrót sem bjó þetta allt til, vona að grasrótin spretti nú upp og láti þessa einstaklinga vita að þeir séu ekki í fílabeinsturni ( hvað er fílabeinsturn ).
Framsóknarflokkurinn er eitthvað leiðinlegasta en samt skemmtilegasta umræðuefni dagsins í dag.
Ég féll fyrir Framsókn þegar Guðni gerði Íslensku pulsuna að einum af þjóðarréttum okkar og bað börnin að borða mikið af SS-pylsum.
Einfalt ef Framskókn býður ekki fram undir sínu merki í næstu borgarstjórnarkosningum þá held ég að sitjandi forsætisráðherra geti farið að huga að nýju starfi eftir næstu alþingiskosningar, hann mun verða fyrsti sitjandi forsætisráðherra sem kemst ekki inn á þing.
Hversvegna býður Samfylkingin ekki fram undir sínum merki, fengi klárlega 5-6 fulltrúa. Kanski eru þeir bara svona góðir að ætla að gefa Framsókn og Vinstri Grænum sitthvorn borarfulltrúann, það er ekkert betra en eiga góða vini og vera gjafmildur.
Hvað gera Sjálfstæðismenn, þeirra er að gera eitthvað rétt, það gæti gerst og þá yrði Villi kanski borgarstjóri, það væri gaman fyrir hann.
Fyrir ykkur sem lásuð þetta allt, þið eigið hrós skilið, farið nú að gera eitthvað sem skiptir máli.

Mín spá:
Sjálfstæðisflokkur 2 - 8.fulltrúa
Samfylkingin gefur 2 fulltrúa
Reykjavíkurlistinn 2- 7 fulltrúa
Frjálslyndir aldrei fleiri en einn